Jörð - 01.08.1933, Page 204
188
BÆKUR SENDAK RITSTJÓRA
[Jör6
Kick, »den rasende Rapportör«, er talinn einna snjallast-
ur þess háttar höfunda núlifandi. Slíkar bækur og því-
líkar eru menntandi, þó aldrei nema léttmeti séu. Guð-
brandur heldur yfirleitt vel á efni sínu, en síðasta rit-
gerðin er varla ofnefnd listaverk. Fallast þar í faðma hin
innilega miðaldaást höfundar og kaþólskur kirkjuáhugi,
sem mjög víða kemur fram í bókinni. Merkilegt er sumt,
sem þar er sagt um dýrlinga. Viðtalið við páfann sýnir
hann sem víðsýnan, kristinn mann, sem hafinn er upp
yfir þjóðar-sérdrægni og þröngsýni nútíma-stjórnmál-
anna.
A rökstólum
HEFTI 1. árgangs »Jarðar« var skorað á
lesendur, sem kynnu að verða varir við eitthvað i
timaritinu, sem þeir teldu vitanlega rangt eöa, að því er
þeim virtist, í ósamræmi við annað er »Jörð« flytti, að
senda ritstjóranum athugasemdir sínar, og myndi þeim
verða svarað. Verður það væntanlega gert framvegis
undir ofanskráðri yfirskrift og jafnframt birtir í þeim
bálki aðrir smápistlar, sem »Jörð« kunna að berast, og
ritstj. sýnast eiga erindi til lesenda.
LÍKAMSRÆKT. — Ritstjóranum hefir borizt eftir-
farandi athugasemd i tilefni af greininni »Líkamsrækt«
í I. hefti 1. árgangs:
»Það, sem þú talar um líkamsrækt, finnst mér ekki
að öllu leyti réttmætt. Það á að vísu heima um sveita-
fólk yfirleitt, en a. m. k. Reykjavíkurfólk rækir líkama
sinn vel. Leikfimi er nú svo algeng i ýmsum myndum,
að flest ungt fólk hér er í einhverjum slíkum flokki, og
flokkarnir auövitað bæði margir og stórir. Sund er svo
iðkað, að laugarnar voru alla daga fullar og meira en