Jörð - 01.08.1933, Page 205
Jörð] Á RÖKSTÓLUM 189
það og sólbyrgin alltaf full. Þar að auki var alla daga
krökkt meðfram öllum Skerjafirði, innan úr botni og
fram að Shell og fjöldi í örfirisey. Alstaöar synt, vaðið
og verið í sólbaði. En sumarið (1931) var líka dásam-
legt. Alla sunnudaga fór hver, sem vettlingi gat valdið,
út um sveitir og upp um fjöll og óbyggðir. Þetta var
t. d. í sumar alveg almennt«.
Þetta eru nú mjög ánægjulegar upplýsingar og bendir
til, að Iteykvíkingar séu aö komast á lagið með útilíf og
likamsrækt. Vafalaust eiga þeir þó mikið ólært, eins og
vér landsmenn yfirleitt, svo sem í vísindalegu mataræði
og yfirleitt vísindalegum skilningi málefnisins, sem
myndi greiða mjög fyrir alhliða framförum í þessum
efnum.
Oss dettur nú í hug, að vér komumst að því í sumar
af hendingu, að einn af helztu rithöfundum landsins
hefir nú í 4 ár farið daglega í sjó (í Skerjafirði oftast),
þegar ekki er frost. Segir hann, að nú orðið þyki sér
notalegra að baða sig úti á frostlausum vetrardegi en
honum þótti í upphafi á heitasta sumardegi. Þarf varla
að benda á, hvað slík reynsla og þvílík er eftirtektarverð
— og eftirbreytnisverð. Því hér er vitanlega jafnframt
að ræða um náttúrulögmál, en ekki einangraða einstak-
lingsreynslu eingöngu. Þetta náttúrulögmál geta allir
notað sér meira eöa minna til þess að stæla heilsuna og
hreystina óumræðilega; og verður ekki séð fyrir öll sú
nytsemd og unaðssemd, sem af slíku stafar.
Sami maður kenndi í fyrra konunni sinni að synda;
kenndi henni í sjó. En ekki sagöist hann vera vanur að
sjá íþróttagarpa, ekki einu sinni sundgarpa Reykjavíkur
í sjó á vetrardegi. Þá eru þeir víst inni í Laugum.
MYNDIN »Æskumaður« í I, 2.—3. vakti töluvert um-
tal í einni af sveitum landsins, með því að fólki sýndist
inyndin vera af héraðskunnum smið. Setti þá maður
nokkur saman saman eftirfarandi sléttubandavísu og
sendi ritstjóranum á miða;