Jörð - 01.08.1933, Side 206
190
Á BÖKSTÓLUM
[Jörð
Fjörgum líði mæta mynd
málar smiður hagur;
björgum prýði, laugast lind
laufa viður fagur.
BARNAKENNARI skrifar ritstj. »Jarðar«:
»Mér þykir vænt um að þér notið orðin brjóstvit og
hugboö. Ég hygg, að nýguðfræðin hefði gott af að gera
ráð fyrir þess konar viti og boði meir en hún gerði. Hin
nýrri sálrænu vísindi eru nú víst komin þar á góðan rek-
spöl... Ég held, að brjóstvit manna hafi alltaf verið bezti
leiðarsteinninn, einkum þegar í harðbakkann hefir sleg-
ið. En því miður rækja margir lítt brjóstvit sitt og hafa
ekki dug í sér til þess að fylgja hugboði sínu, þótt það
vísi veg til dáða«.
Oss dettur í hug að geta þess, er vér nú sjáum ofan-
skráö orð í undanförnu sambandi, að kennari þessi er
sundgarpur mikill í sjó.
KIRKJAN OG LÍFIÐ. Ungur og gáfaður mennta-
rnaður, þroskaður í skóla alhliöa örðugieika, skrifar rit-
stjóra »Jarðar« m. a. þetta álit:
»Kirkjan stendur utan við lífið. Hún þarf að flytja
sig inn í það; verða lífrænn, þroskandi þáttui’ þess«.
Gran af geim-lífi.
Gróandi jarðstjarna • lífvœn og al-lifandi er • móðir, mikilla
og' margvíslegra hópa • jarðbarna; furðu ólíkra að útliti, sem
að eðli. Gjörhygli skortir eigi móður Mold, við frjósemi fjöl-
breytni Hfs. Mor er mikið lífs, í móður-skauti hennar, hver-
-kyns kvikinda, sem af líf-þörf Moldar — frjósemi hennar, til
þess eins virðast fœðast, að lifa og' jeta og deyja, eða — að
verða jetin. Frumlíf er át, svo manna • sem mýflugna. En
smíðið á sjerhverri lífveru — eða þá blómi — Hsta-verk er,
eigi lítið, völundar veralda, í geisla-baði al-lífs. — Frá giftu-
ríkum Glóa • það streymir, í móður-líf Jarðar. Lífið er ljós,
Hfið er sköpun. Líf fœðir líf. Taugar Jarðar eru sem hörpu-
-streingir, misróma, en þróast, unz þær verða samróma. Sá er
og kliður, barna Jarðar, ýmist miklir eða mildir, hásir og harð-
ir, eða bjartir og blíðir. — Stórlynd er drottníng Jörð • og
fjöl-lynd. Fylgir hún fast, föður sínum • og eina elskhuga,
jarli í alheims ríki, geðmiklum skraut-guði, glœstum Glóa.
Gjafvaxta sig • hún honum gaf, Fjörgyn, blóma-drós fjörug
og fögur, fleyti-full af ást og af yndi — af þrám og af þori.
Dœtur hennar • manneðlis • í heiman-mund svo feingu, er á
legg þær skríða, ást-þrúngnar og gjöfular, barm-blíðar barna
mœður, igg3 (Frh.)
O. B. V.-H.