Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 211
Jörð]
BRÉFASKIFTI UM BÚNAÐARSTYRKI
195
vel; en svo varö líka margur bóndinn vel fjáður, ef hag'-
sýni fylgdi hinum kostunum tveimur. Sjálfsafneitun og
sparnaður nær aldrei svo langt nú, sem það náði íyrir
30—50 árum; aftur á móti má fullyrða, að hagsýni er
nú stórum meiri, á mörgum sviðum, og þekking manna,
á sviði landbúnaðar, miklu meiri.
Mikið hefir líka verið gert á seinni árum að vegabót-
um, húsabótum og jarðabótum, og mætti virðast, að þar
væri hægara við að bæta. En það er öllum ljóst, að svo
er ekki; um það þarf ekki að fara mörgum orðum, og
um orsakir til þess þýðir ekki að fjölyrða. Kreppan er
það, skulum við segja, og snúa okkur svo ad því að læra
þær lifsreglur, sem bezt henta á krepputímum.
Þó að ég hafi nú gefið í skyn, að ég vilji færa til fyrra
horfs, og taka gömlu bændurna til fyrirmyndar í vinnu-
semi og sparsemi, þá vil ég ekki, að þar fylgi með at-
hafnaleysi þeirra í jarðabótum; það má einmitt ekki
koma fyrir, og aðaltilgangur minn með þessum Iínum er,
að benda á dálitla hættu, er ég þykist hafa komiö auga
á; nokkuð, sem gæti orðið til þess að tefja fyrir vexti
jarðabótanna, ef ekki er við gert í tíma.
SÍÐASTLIÐIÐ sumar kom hér til mín fulltrúi Bún-
aðarfélags fslands, ungur maður, drengilegur á svip og
dugnaðarlegur, eins og ég vil að þeir menn séu. Hann
mældi hér nýrækt og gerði athugasemdir sínar viö vinn-
una; þótti mér hann nokkuö strangur í kröfum, einkum
um girðingar, en hann gat þess þá, að kröfurnar yrðu
enn þá strangari næsta ár. Samtal okkar varð miklu
styttra en ég hefði gjarna viljað, því að mér virtist hinn
ungi maöur fullur áhuga, en af þeim mönnum má venju-
lega margt læra. Við ræddum aðallega um nauðsyn þess,
að setja þessar ströngu reglur um girðingar, er styrks
eiga að njóta, og í þann svipinn féllst ég á það hjá full-
trúanum, að þetta myndi jafnvel hollast þeim mönnum
sjálfum, er verkið vinna, eða láta vinna.
Annað varð uppi á teningnum, þegar ég fór að hugsa
málið í einrúmi. Komst ég þá að þeirri niðurstöðu, að
vi*