Jörð - 01.08.1933, Page 212
196
BRÉFASKIFTI UM BÚNAÐARSTYRKI
[Jörð
þetta sé mjög varhugavert eins og nú hagar til. Ég er
fulltrúanum sammála um það, að rétt sé að vera kröfu-
harður við þá, sem hægt eiga með að leggja eitthvað af
mörkum í jarðabætur; en þessir menn eru svo sárafáir;
allur fjöldinn hefir ekkert fé aflögu. En góður vilji er
sigursæll. Síðan gaddavír féll í verði, má girða tún og
engjar með tiltölulega litlum kostnaði, ef áhuginn er nóg-
ur. Hér fá margir hælaefni á fjörurnar sínar, eða þá
fyrir lítið verð, lambsfóður eða annan greiða, hjá þeim,
sem fjörur eiga. í þetta leggur einyrkinn vinnu sína þá
tíma, sem ekki er annað þarfara við að vinna; og þó að
lítið sé í þessar girðingar borið, geta þær komið að full-
um notum fyrir því. Ég veit vel, að þær þurfa meira
viðhald, en í það leggur bóndinn vinnu sína, áður en ann-
ir byrja að vorinu.
Ég get tekið raunverulegt dæmi: Fátækur barnamað-
ur, einyrki, hér í nágrenni við mig, tók sig til síðastliöið
vor og girti af skjólgóðan blett í landareign sinni, til
þess að geyma í lambféð að vorinu. Að þessari girðingu
vann hann einn að öllu leyti; gaddavír fékk hann hjá
manni, sem átti hann ónotaðan, fyrir veitta og óveitta
greiða. Þessi bóndi á ekki margar ær, en hann hefir oft
tapað nokki’um hluta þeirra, í ullu og með ómörkuð
lömbin, á afrétt, á vorin, og afurðir hans rýrnað að
stórum mun fyrir. Þessi girðing hans, af vanefnum gerð,
mun tryggja hann fyrir afurðatapinu mörg komandi ár;
því að ekki þarf að efa, að hann heldur henni við, ef 1!P
og heilsa endist.
Ég tek þetta sem dæmi þess, hvað hægt er að gera,
ef áhuginn er góður. En ég er þess líka fullviss, að hefði
þessi bóndi átt að steinsteypa hlið og hornstólpa og kaupa
timbur í heila stólpa, svo sem reglurnar heimta, þá hefði
þetta strandað hjá honum, vegna getuleysis til kaupanna.
Verzlanir lána ekki skuldugum mönnum nema brýnustu
nauðþurftir, og hjá einstaklingum eru engir peningar
handbærir, enda ekki margir, sem lána skuldugum ein-
yrkjum, þó að von sé um að fá eitthvað af því endur-
greitt með jarðabótastyrk,