Jörð - 01.08.1933, Page 213
BRÉFASKIFTI UM BÚNAÐARSTYRKI
197
Jörð]
Að þessu athuguðu finnst mér þaS mjög hæpin stefna
hjá Búnaðarfélagi íslands að fara einmitt nú að herða
kröfurnar til styrkhæfra jarðabóta og vil beina þeirri
spurningu til ráðandi manna þar, hvort þeim lízt ekki
öllu réttara að lina kröfurnar, ef hægt er. Ef eitthvað
á að vinna á næstu árum, þá er meiri þörf nú en nokkru
sinni áður aö bændum sé hjálpað til þess og þeir örfaöir,
en auknar kröfur stuðla að hinu gagnstæða. íslendingar
mega ekki hugsa sér, á þessum tíma, að fylgja þeim
þjóðum í búnaðarháttum, sem hafa verið tugum ára á
undan. Bieiðabólsstað, á jólaföstu 1932.
Snorri Halldórsson.
KÆRI vinur!
Beztu þakkir fyrir ádrepuna, sem þú biöur »Jörð« fyr-
ir. Það var orð í tíma talað.
Oft höfum vér furðað oss á þeirri stefnu Búnaðarfé-
lags íslands, að legja allt kapp á að koma bændum til að
kaupa sem mest erlent efni til jarðabóta og koma þar
með inn hjá þeim virðingarleysi og ótrú á heimateknum
föngum. Það er bókvit, sem oss sýnist ekki líklegt til
drýginda í öskunum: að taka endilega sérhvað, sem út
af fyrir sig er betra, fram yfir allt annað. Því ástæður
verður ávallt að taka til fullra greina í lífinu. Allt verð-
ur að skoðast í hinu raunverulega lífræna sambandi sínu,
eigi mat á því að reynast rétt. Þannig höfum vér t. d.
furðað oss mjög á, að steyptar safnþrær (og haughús)
með steinsteypu- eða járnþaki skuli vera styrktar svo
rausnarlega — eða réttara sagt, að vel hlaðnar torf-
gryfjur skuli þykja lítt eða ekki styrkhæfar. Því nyt-
semdarmunurinn er víst nauðalítill, með því að torf-
gryfjurnar þéttast fljótlega og harðna svo af áburðar-
leðjunni, að lagarheldar mega heita — að því er akyn-
samir bændur herma oss.
Á krepputímum munar ekki litlu að bregða snart og á-
kveðið til þjóðlegra hátta. En svo þarf ekki kreppu til,
að það sannist, hið fornkveðna:
»HOLLT ES HEIMA HVAT«.