Jörð - 01.08.1933, Síða 215
Jörð] KREPPUMÁL 199
mín«. Svona verði afkomuþrótturinn smápíndur úr sveit-
unum (og lífsþrótturinn þá jafnframt) við það, aö aldrei
er stigiö heilt spor af þori. Og svo komast lánardrottn-
arnir, eftir allt saman, aldrei hjá stórtöpum með slíkri
aðferð og þvílíkri.
Vér höfum látið í Ijós ótta um, að leiðtogum þjóðfé-
lagsins verði það á, að kinoka sér við að yfirgefa hinn
breiða veg málamiðlana. En þeim vegi hefir verið gefið
þetta »fyrirheit«: »Af því að þú ert hvorki heitur né
kaldur, heldur hálfvolgur, mun ég skyrpa þér út af
munni mínum«. Hætt við, að það myndi eigi fremur
reynast auðnuvegur nú á svo örlagaþrungnum tíma.
SVEITIRNAR eiga ekki annars úrkost en að þver-
breyta framleiösluháttum sínum nú þegar, svo að segja,
eigi vel að fara. Shuldirnar verða alvcg að eiga sig, á
meðan öryggi heimilanna, lífsþróttarins, þjóðLíFSINS
er í hættu statt. Þá fyrst þegar eðlilegir framleiðsluhætt-
ir og eðlileg innanlandsviðskifti eru komin á fastan fót
í landinu, er tími til að fara að hugsa og semja um, mcð
hverjum hætti skuldir skuli borga. Þetta er eina leiðin,
til að lánardrottnar fái sitt.
II.
ÞÆR þóttu ekki litlar fréttirnar, sem bárust samdæg-
urs, snemma á Jólaföstu, að oss minnir, út í fásinni
sveitanna, að lögregluréttur i Reykjavík hefði dæmt
dómsmálaráðherrann sakamann og að slegið hefði í bar-
daga milli kommúnista og lögreglunnar, og hefði lög-
reglan farið halloka. Hið síðasta reyndist að vísu nokk-
uð orðum aukið, en samt blöskraði sveitafólkinu. Og það
var von að því blöskraði. Það dæmdi kommúnista og
atvinnuleysingjana hart fyrir »spillinguna«. En þar ger-
um vér »ágreiningsatkvæði«. Málið er ekki það einfalt,
að réttlátt sé að kasta þungum steini á atvinnuleysingj-
ana, og ekki einu sinni »kommúnistana« í þessu sam-
bandi.