Jörð - 01.08.1933, Side 216
200
KREPPUMÁL
[Jöró
Vér bentum á það eins ákveðið og vér gátum í grein-
inni »Nytjum landið« í síðasta hefti, að svona eða þessu
líkt hlyti að fara, ef að atvinnuleysinu yrði leyft að halda
áfram. Það átti ekki að þurfa bendingar vorrar við, enda
er þess ekki að vænta, að mikið muni um hana. Reynsla
þjóða, sem dýpra eru sokknar í ógöngur hins núríkjandi
fyrirkomulags, atvinnu- og viðskiftalífsins, átti að nægja
til að vara ráðandi menn íslenzku þjóðarinnar við. Og
svo ætti meira að segja ekki að þurfa þeirrar reynslu
við. Það veit hver maður, hvernig langvinnt iðjuleysi
fer með mann. í hið »tóma hús«, líf iðjuleysingjans,
setzt að »illur andi«, sem áður átti þar einhver ítök, og
»hefir nú í fylgd með sér sjö anda sér verri«. M. ö. o.
Allskonar spilling leitar á iðjulausan mann. Þegar nú
mörgum slíkum mönnum slær saman, svo hundruðum
eða þúsundum skiftir, ætti ekki að þurfa að sökuni að
spyrja. Það þjóðfélag, sem eirir slíku vegna sljóirar
hluttekningar með mannlegum sálum, sem liggja undir
skemmdum, og mannlegum líkömum, sem þjást af heilsu-
spillandi og kannske ónógu viðurværi og kulda og óþrifn-
aði — það hefir alið sér við barm neista, er læsir sig
um það, og mun — nema við sé snúið — reynast því
vanheilagur vítiseldur.
Jafnvel guðhræddir menn munu nú þykjast í góðum
rétti til að svara, að málið sé óviðráðanlegt: engir pen-
ingar til, að borga atvinnuleysingjunum vinnu. Kristnir
bræður! Vér leyfum oss að benda yður á fordæmi hans,
er vér allir viðurkennum sem Drottin. Haldið þér, að það
hafi allt verið árennilegt, sem hann réðist í af með-
aumkun? Eða haldið þér, að honum hafi verið það allt
áreynslulaust vegna þess, að hann var eingetinn sonur
Guðs? Haldið þér það í raun og veru? Skiljið þér eigi,
að það var meðaumkun, sem knúði hann til að leggja
allt á hættu, til að hjálpa í einfaldri, mannlegri neyð og
þörf? Skiljið þér eigi, að hann taldi sér skylt að standa
í verki við trú sína á Föður allra og föðurlega hluttekn-
ingu hans og mátt? Skiljið þér eigi, að þegar meðaumk-
un hans var vakin af mannlegri neyð og þörf, þá þoldi