Jörð - 01.08.1933, Page 217
Jörð]
KREPPUMÁL
201
hann ekki að neyta ekki ti'úar sinnar til að hjálpa?
Bræður — og hví ekki systur líka! Hafið þér hjarta í
yður til að horfa upp á þjáningar og spjöllun náunga
yðar við atvinnuleysi án þess að bregðast við líkt og
Jesús, er þér játið endurlausnara yðar, gerði við hlið
Nainborgar? Hafið þér eigi hyggindi til að sjá, að öryggi
þjóðfélagsins er teflt í voða af slíku og þvílíku hjarta-
leysi?
Þér lesið dæmisöguna um konunginn, sem skipar sauð-
um og höfrum sér til hægri og vinstri handar og huggið
yður við það, að þér (jefið hinurn minnstu bi*æðrum mat
og drykk o. s. frv. En þér gefið þeim ekki lausn undan
bölvun iðjuleysisins, undan mai-gfaldaðri bölvun sýkj-
andi samfélags. IJafið þér ekki stundum heyrt talað um
— og talað um sjálf — að »að sálin í miskunnseminni
sé miskunnsemi við sálina?«
Jesús mátti ekki vita til þess, að fólk, sem hann var
nálægur, sylti í sólarhring nokkurra stunda veg frá bæj-
urn; hann áleit, að eitthvað gæti þá orðið að því, sumu.
Og hann lagði út í það að metta 4000 manns á fáeinum
brauðum og smáfiskum. Finnst yður nú, kærir bræður
og systur, þér geta verið Hans — og þó skorast undan
áhættu Hans, þeirri áhættu að fylgja rödd barnshjartans
í trú á föðureðli Föðux-ins. Slík trú flytur fjöll — en hér
er nú varla farið fram á það.
III.
ÞAÐ hefir orðið ágreiningsatriði milli verkamanna-
félaga og annara aðilja, hvoi't leggja eigi aðaláherzlu á
að halda til þess að gei'a háu tímkaupi (og láta menn
vinna aðeins annan hvorn og þriðja hvern dag), eða
leggja aðaláherzluna á, að menn hafi óslitna atvinnu moð
lægra kaupi hverja vinnustund.
Vér álítum þetta rnjög nxikilvægt ági'einingsefni. Eins
og vér höfum tekið fi'arn, teljurn vér, að atvinnuleysi
(iðjuleysi) eigi ekki að líðast innan vébanda þjóðfélags-
ins, hvort heldur er vegna einstaklinganna sjálfra, sem