Jörð - 01.08.1933, Page 218
202 OPINBERAR ALÞÝÐL. KREPPURÁÐSTAFANIR (Jörö
hlut eiga að máli, eða þjóðfélagsins. Þegar þessi megin-
regla væri viðurkennd af þingi og þjóð, þá skyldu menn
sjá til, hvort ekki yrði komizt að sanngjörnum samning-
um við verklýðsfélögin.
Opinberar alþýðlegar
kre p p u ráðstaf an i r.
§ T JÓRNIN hefir hafizt handa um að afla sér
yíirlits um skuldir bænda, og yfirleitt virðast hinar
erfiðu fjárhagsástæður þeirra kannske munu ná nauð-
synlegri athygli valdhafanna. En þetta er ekki nema einn
hluti — og ekki meiri hlutinn — af yfirliti því og alls-
herjarráðstöfunum, sem nauðsynlegt er, að stjórn og
þing afli sér og beiti sér fyrir — eigi tjónið af krepp-
unni ekki að rista djúpt í þjóðlífiö og eigi kreppan að
verða til þeirrar blessunar, sem hún einmitt getur orö-
ið íslenzku þjóðinni, sé djarflega og heilhuga og með
vísðýni við henni snúið. Góð bending um, á hvaða veg-
um gæfunnar sé hér að leita, eru samþykktir, sem gerð-
ar hafa verið á þingmálafundum, m. a. á Sauðárkróki og
í Vestur-Skaftafellsýslu um aö beina íslenzka landbúnað-
inum til eðlilega fjölskrúðugrar framleiðslu hið bráöasla
og öruggasta.*) Aðstandendur Klébergsfundarins í Kjós-
arsýslu eiga líka hinar mestu þakkir skildar. Fundur,
sem haldinn var í Mýrasýslu, er einnig mjög þakkarverð-
ur. Þá ekki síður hinn fyrsti slíkra funda, þeirra er sög-
ur fara af; var hann haldinn í Norður-Múlasýslu. Slát-
*) í þessu sambandi dettur oss í hug að þakka þeim Guðbrandi
Jónssyni, doktor, og Ólafi Friðrikssyni, ritstjóra, hinar fallegu
undirstrikanir þeirra í »Alþýðublaðinu« á grein vorri »Nytjum
landiðc.