Jörð - 01.08.1933, Page 222
206
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
[Jörð
Requin — meö lánseöil frá veðsetningarskrifstofu, sem
frúin hafði afhent næluna og nöfnin á þrem borgum í
Normandíi, sem Md. Requin hafði veriö vön aö senda
börnin til. Ég skrifaði forstöðukonu barnaverndarinnar
í þessum borgum um að athuga vel, hvort þriggja ára,
bláeygur drengur væri meðal tökubarnanna þar. Eftir
nokkurra anánaða bið fékk ég svar og eitt þeirra var á
þá leið, að hjá konu skósmiðs eins í Villeroy, væri
þriggja ára, bláeygur drengur, sem lýsing mín ætti við.
Hann hefði komiö þangað fyrir þrem árum síðan og það
væri engin efi á að þetta væri hann.
Ég hafði aldrei verið í Normandíi — nú voru jól —
og mér fannst að ég ætti skilið dálítið frí.
Jóladaginn sjálfan barði ég á dyr skósmiösins í Ville-
roy.
Ekkert svar.
Ég opnaöi og gekk inn í dimmt herbergi. Lítið borð
stóð við gluggann en skítug stígvél og skór af öllum
stærðum voru um allt gólfið, og þvottur hékk til þerris
þvert yfir herbergið. Rúmið var óumbúið og lök og
koddar voru svartir af saur.
í eldhúsinu var megn ólykt og á steingólfinu þar sat
hálfnakið barn og nagaði hráa kartöflu. Hann horfði
á mig með bláu augunum sínum, lafhræddur, lyfti upp
hendinni eins og til að verja sig og skreið svo eins fljótt
og hann gat inn í hitt herbergið. Ég náði í hann, þegar
hann var að skríða undir rúmið, og settist niður á stól-
inn til að skoða tennur drengsins. Já; — hann var auð-
sjáanlega milli 3—4 ára, lítil beinagrihd meö magra
handleggi og fætur, mjór yfir brjóstið en maginn upp-
blásinn svo að hann var hálfu stærri en hann áttiaðvera.
Ég tók hann á kné mér—hann var órólegur og sagði ekki
eitt orð, ekki einu sinni þegar ég opnaði munninn á hon-
um til þess að skoða tennurnar. Það þyrfti ekki að efast
um litinn í þreytulegu augunum, þau voru jafnblá og
augun í mér.
Nú var hurðinni hrundið upp og skósmiðurinn slagaði
inn í stofuna með blóti og formælingum, blindfullur.