Jörð - 01.08.1933, Page 223
Jörð]
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
207
Bak viö hann stóö konan meö smábarn viö brjóstið og
tvö börn dálítið stærri héngu í pilsinu hennar. Skósmið-
urinn sagðist veröa djöfulsfeginn aö losna viö strákinn,
en fyrst yrði hann að fá borgun upp í topp. Hann heföi
skrifað aftur og aftur til Md. Requin, en ekki fengiö
svar. Héldi hún máske að hann ætlaði aö fæöa þennan
djöfuls unga fyrir sína eigin peninga? Konan sagöi nú,
aö eftir að hún hefði eignazt barn sjálf og fengið tvö
fósturbörn í viöbót væri hún ánægö yfir aö losna við
drenginn. Hún hvíslaði einhverju í eyra manns síns og
þau horfðu til skiítis á barnið og mig. — Hræðslan skein
út úr augum drengsins eftir að þau komu inn í herberg-
ið, og litla hendin hans, sem ég hélt í minni, skalf greini-
lega. Nú mundi ég allt í einu eftir, að það voru jól, og
dró leikfang upp úr vasanum. Hann horfði þegjandi á
tréhestinn og augnaráð hans var allt öðruvísi en annara
barna þegar þau sjá nýtt leikfang.
— Sjáðu! sagöi konan, — fallega hestinn sem hann
pabbi þinn er kominn meö til þín frá París. Sjáðu Jules!
— Hann heitir John — sagöi ég.
— C’est un triste enfant*) — sagði konan, — hann
segir aldrei neitt, ekki einu sinni mamma, og hann hlær
aldrei.
Ég sveipaði feröaábreiðunni minni um hann, og hélt
áleiðis til prestsins, en hann sendi ráöskonu sína út í
bæinn til aö kaupa ullarnærskyrtu og heitt sjal til ferða-
lagsins.
Presturinn horfði á mig og sagði:
— Það er skylda mín sem prests, að aövara viö ósið-
siðsömu lífi. En ég verö að segja yður, ungi maöur, að
ég virði yður, fyrir að þér reynið þó að bæta fyrir yðar
synd; synd, sem verður að teljast mikil — að því leyti
að hegningin hefir komið niður á saklausu barni. — Þér
komuð á síðasta augnabliki til þess að bjai’ga honum,
ég er búinn aö jarða margar tylftir af þessháttar vesa-
lings börnum, og ég hefði brátt orðið að jarða hann lika.
*) Á íslenzku: Það er hryggilegt barn.