Jörð - 01.08.1933, Síða 224
208
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
[Jörð
Þér liafiö gert rétt í aö taka son yöar til yöar, sagöi
hann síðast og klappaði mér á öxlina.
Við fórum meö næturlestinni til Parísar og John svaf
vel alla nóttina, sveipaöur í varma sjaliö, en ég sat við
hliðina á honum og var aö hugsa um hvað í dauðanum
ég ætti aö gera við hann. Ég held, að ég hefði farið með
hann beint heim til mín, ef ég hefði þorað þaö fyrir
Mamsell Agötu. — En í staðinn fyrir þaö fór ég með
hann í Sankti Jósepsklaustrið, því ég var vel kunnugur
systrunum þar. Þær lofuðu að sjá um hann í sólarhring,
þangað til ég væri búinn aö finna góðan dvalarstað
handa honum. Nunnurnar þekktu heiðviröa fjölskyldu —■
heimilisfaðirinn vann í norsku verksmiðjunni — og þau
höfðu alveg nýlega misst einkabarn sitt. Mér leizt vel á
þetta, fór þangað undir eins, og daginn eftir v[ir blá-
eygði drengurinn fluttur á nýja heimilið sitt. Mér fannst
húsmóðirin líta út fyrir aö vera dugleg og góð kona,
máske þó dálítið bráölynd — eftir augunum að dæma.
En nunnurnar sögðu, að hún hefði verið barni sínu á-
gæt móðir. Hún fékk hjá mér peninga til aö klæða dreng-
inn fyrir, og svo greiddi ég henni meðgjöf fyrir drenginn
í þrjá mánuði fyrirfram, ekki meira en ég nota í tóbak
á sama tíma. Ég tók þann kost að láta hana ekki vita um
heimilisfang mitt, því guð veit hvaö fyrir gæti komið,
ef Mamsell Agata fengi vitneskju um tilveru drengsins.
Jósephine átti að láta nunnurnar vita um líðan drengs-
ins, vikulega. Eftir fáa daga veiktist John af skarlats-
sótt, því fjöldi barna lá í henni um þessar mundir, og
ég kom til hans á hverjum degi. — Börn, sem eru veik
af skarlatssótt, þurfa venjulega engin meðul, aðeins ná-
kvæma hjúkrun og leikföng í hinni löngu legu. John fékk
hvorttveggja þetta, því hin nýja fóstra hans var honum
auðsjáanlega mjög góð, og það var langt síðan ég hafði
lært að hafa jafnan leikföng í lyfjatöskunni minni.
— »Hann er einkennilegt barn«, sagði Jósephine, hann
segir aldrei mamma, hann hlær aldrei — ekki einu sinní
þegar hann fær leikföngin frá yður — jólasveininn. Því
nú voru aftur komin jól, og John hafði verið hjá fóstru