Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 225
Jörð] BLAEYGÐI DRENGURINN, JOHN 209
sinni í heilt ár — erfitt og mæðusamt ár fyrir mig, en
tiltölulega gæfusamt fyrir hann.
Víst var Jósephine bráðlynd og hún svaraði mér af
fullum hálsi, þegar ég sagði henni að hún klæddi dreng-
inn ekki nógu snyrtilega og opnaði of sjaldan glugga.
En ég varð aldrei var við að þetta kæmi niður á drengn-
um. Og þó ég haldi að honum hafi aldrei þótt vænt um
hana, þá sá ég á honum að hann var ekkert smeikur við
hana. — En smátt og smátt varð ég órólegri um hann
og óánægðari með fóstru hans. — Nú varð auðséð að
drengurinn var orðinn smeikur við hana og að Jósephme
var farin að vanrækja hann. Ég talaði um þetta við hana
oftar en einu sinni og það endaði alltaf með því að hún
sagði, að ef ég væri óánægður, þá væri betra að ég tæki
drenginn, því hún væri búin að fá meir en nóg af honum.
Ég skildi ástæöuna — að þaö stóð til að hún yrði móðir
sjálf. — En allt versnaði eftir að hún hafði eignazt barn-
ið, og það endaði með því, að ég sagði henni, að ég hefði
ákveðið að taka drenginn frá henni, þegar ég hefi fund-
ið hentugan stað handa honum. Reynslan hafði kennt
mér, að ég var ákveðinn í aö láta ekki fleiri mistök af
þessu tagi koma fyrir litla bláeygöa drenginn.
NOKKRUM dögum seinna, þegar ég kom heim til mín,
þá heyrði ég láta æði hátt í kvenmanni í biðstofunni
minni. Biöstofan var full af fólki, sem sat og beið eftir
mér með venjulegri þolinmæði. John sat þar, við hliðina
á enskri prestsfrú, og reyndi að láta fara sem minnst
fyrir sér. En í miðju herberginu stóð Jósephine og tal-
aði ákaflega og notaði hendurnar nærri því eins mikið
og munninn. Undireins og hún sá mig, rauk hún að John
þar sem hann sat, tók hann og kastaði honum bókstaf-
lega í mig og það var mesta mildi, að ég gat gripið hann.
— Þaö er svo sem auövitað, að ég er ekki fær um að
sjá um þennan litla herra — hrópaði Jósephine. — Það
er bezt að þú sér kyrr hjá lækninum — ég er búin að fá
nóg af öllum sögunum um að þú sér óskila-angi. Það þarf
14