Jörð - 01.08.1933, Síða 226
210
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
[JörO
ekki annað en að sjá augun í þér til að sjá hver faðirinn
er! Hún dró fortjaldið til hliðar, hljóp út og var nærri
dottin um Mamsell Agötu, sem leit á mig með hvítu aug-
unum sínum, svo mér fannst eins og ég væri negldur við
gólfið. Prestsfrúin stóð upp, mjög hátíðlega og sigldi
framhjá mér út, eins og freigáta, og dró að sér pilsin
um leið og hún sveif framhjá mér.
— Gjörið svo vel að taka við drengnum, og farið með
hann inn í matstofuna og verið kyrr hjá honum þangað
til ég kem, sagði ég við Mamsell Agötu. Hún rétti fram
handleggina, eins og til að vernda sig fyrir einhverju o-
hreinu og ógeðslegt bros lék um varir hennar um leið
og hún sigldi í kjölfar prestsfrúarinnar.
Ég settist við matborðið og gaf John epli, og hringdi
á Rósalíu.
— Rósalía, sagði ég, — taktu þessa peninga, farðu í
bæinn og kauptu þér bómullarföt, tvær hvítar svuntur
og annað, sem þú þarfnast, til þess að líta vel út. Frá og
með deginum í dag ert þú fóstra þessa barns. Hann á að
sofa í svefnherberginu mínu í nótt, en næstu nótt og
þaðan í frá á hann að sofa hjá þér í herberginu hennar
Mamsell Agötu.
— En Mamsell Agata þá? spurði Rósalía óttaslegin.
— Mamsell Agötu segi ég að fara, þegar ég er búinn
að borða.
Svo sendi ég sjúklingana burtu, og fór svo til að berja
að dyrum hjá Mamsell Agötu. — Tvisvar lyfti ég hend-
inni til að berja, — tvisvar hætti ég við þaö aftur. Ég
barði ekki. Ég ákvað að fresta því, þar til eftir miðdegis-
verð, þegar taugarnar væru búnar aö jafna sig betur.
Mamsell Agata var ósýnileg.
Rósalía bar fram ágætan mat fyrir okkur John — all-
ar franskar stúlkur af hennar stétt búa til góðan mat.
Svo hressti ég mig á tveim glösum af víni — til að friða
taugarnar, og fór svo aftur af stað til þess að berja að
dyrum hjá Mamsell Agötu; og skalf nú af reiði. — En
ég barði ekki. Mér datt í hug, að ég myndi ekki sofna,
ef ég kæmist í geöshræringu, en ég var svefnþurfi —■