Jörð - 01.08.1933, Síða 231
BLÁBYGi)! DRENGURINN, JOHN
215
J örð]
Ég skildi svo vel hvað hún meinti. Ég vissi að Rósalía,
dyravörðurinn, mjólkurdrengurinn og bakarinn voru
vissir um, að ég væri faðir hans, ég hafði meira að segja
heyrt ökumanninn minn tala um hann sem »le fils de
Monsieur« — son húsbóndans. Ég kærði mig ekkert um
þó þau héldu að ég væri faðir hans, — því ég var —
þér að segja — nærri því farinn að halda það sjálfur.
En mér fannst, að hin nýja vinkona hans hefði rétt ti.I
að vita sannleikann. Ég sagði henni hlægjandi, aö ég
væri ekki frekar faðir hans en hún móðir hans — að
hann væri munaðarlaust barn og ætti sér stutta en mjög
raunalega æfisögu. Henni væri hollast að spyrja ekki
meira um það, því það myndi aðeins verða henni til
sorgar. Svo bretti ég upp erminni á öðrum handlegg
drengsins, og sýndi henni ljótt ör. — En nú liði hon-
um vel, hjá Rósalíu og mér, en ég væri ekki viss um, að
hann hefði gleymt því liðna, fyrr en ég hefði séð hann
hiægja. Hann hló aldrei.
— Það er satt, sagði hún lágt, — hann hefir ekki
hlegið eitt einasta sinn, eins og önnur börn gera yfir
leikföngum sínum.
Ég sagði að viö þekktum svo lítið til hugsana og til-
finninga smábarna, viö værum ókunnug í hcimi þeirra.
Það skildi engin nema móðirin.
í stað þess aö svara, laut hún niður að drengnum og
kyssti hann innilega. John starði á hana bláum augum
og alveg steinhissa.
— Þetta er sennilega fyrsti kossinn, sem hann hefir
fengið, sagði ég.
Svo kom Rósalía aö sækja hann og fara meö hann út
í góða veðrið, en frúin baö um að fá að taka hann með
sér í vagni sínum. Mér þótti vænt um að losna við að
fara á barnaspítalana — og leyfði það undireins.
Frá þeim degi byrjaði nýtt líf fyrir John — og ég
held einnig fyrir hina fögru konu. Hvern morgun kom
hún með nýtt leikfang, hvern dag ók hún með hann út
í skóg ásamt Rósalíu í stássfötunum sínum. Hann fékk