Jörð - 01.08.1933, Page 236
220
ÍSLENZKAR IIUGMYNDIR UM VELSÆMI [Jörð
Islenzkar hugmyndir
um velsæmi í opinberu lífi.
i.
E H ANNARS nokkuð til, sem nefna mætti ofan-
skráðu nafni? Eru til nokkurar sérstakar hugmyndlr
um velsæmi í stjórnmálum, viðskiftalífi, opinberri starf-
rækslu o. s. frv., sem mætti kalla hinar íslenzku hug-
myndir um þau efni? Er ekki manneðlið og eðlislög
mannlegs samfélags eitt og hið sama um allar jarðir?
Getur afstaða eða athöfn, sem væri ósæmileg t. d. í Eng-
landi (t. d. í stjórnmálum) verið sómasamleg á íslandi?
Það fer nú kannske eftir kröfunum, sem gerðar eru af
almenningi í hvoru landinu um sig. En séu þær kröfur
t. d. yfirleitt lægri hér á landi en í Englandi, er þaö þá
ekki óræk sönnun þess, að þjóð vor standi á lægra menn-
ingarstigi? Vér teljum víst, að svo sé aö sumu leyti. Þar
með er þó ekkert um það sagt, að upplag íslenzku þjóð-
arinnar sé lakara. Það þarf ekki að vera annað en það,
aðmenningþjóðar vorrar sé að vissu leyti ung og óþrosk-
uð í samanburði við enska menningu. Hún er það.
í FORNÖLD var ólíkt minna bilið á milli þjóðar vorr-
ar og t. d. Englendinga, en varð t. d. á því tímabili þjóö-
arsögu vorrar, sem nefnt er einokunaröldin. Að sumu
leyti hafa kröfur landnámsmanna íslands til þess, er
teldist velsæmilegt, jafnvel verið meiri en tíðkaðist ann-
arstaðar. Þeim þótti í raun og veru sóma sínum mis-
boðið, er konungsvaldið í ættlandi þeirra tók að ætla sér
sama metnað og í öðrum Norðurálfulöndum, eða svipaö-
an, og krafðist meiri íhlutunar um málefni þeirra, en
áður hafði tíðkast. Því fóru þeir til íslands.
Svo er eins og þjóðarsálin liggi í dvala öldum saman,
hún þroskast ekki og hún eldist ekki heldur. Jafnvel ekkí
fráleitt, að sumir þroskaþættir fornaldarinnar gangi í
nokkurs konar barndóm þroskaleysis á þann einkenni-