Jörð - 01.08.1933, Page 237
Jörð] ÍSLENZKAR HUGMYNDIR UM VELSÆMI
221
lega hátt, aö um eðlilegasta bernsku virðist hafa orðið
að ræða, sem átt hafi fyrir höndum venjulegan, lieil-
brigðan þroskaferil.
Að sumu leyti munu þó kröfur íslenkzrar alþýöu til
hins velsæmilega ávalt hafa verið á tiltölulega háu
þroskastigi , svo aö varla hafi getið hærra í öðrum lönd-
um. Trúmennska við verk sitt; karlmannlegur metnaður
í hættuþrungnu útilífi á vegum nauðsynjaverka og ferða-
laga o. þ. h. mun varla hafa verið á hærra stigi annar-
staðar en meðal íslenskrar alþýðu, ekki hvað sízt á
versta niðurlægingartímabilinu.
Hvernig á að samríma þetta? Því víkur þannig við, að
þjóðlíf vort, er af eðlilegum ástæðum var þegar frá
upphafi tiltölulega fáskrúðugt vegna fámennis og fá-
tæktar, varð æ fáskrúöugra eftir því sem stjórnarfars-
legt ósjálfstæði og fátækt þjakaði þjóðina lengur og
þyngra, studd einangrun og drepsóttum, eldgosum og
hafísum. Félagslífið í landinu varð afarrýrt og þó ekki
sízt á stjórnmálasviðinu, þar sem öll æðsta stjórnin var
dregin undan umráðum og ábyrgð þjóðarinnar sjálfrar;
en allrahelzt þó kannske á sviði viðskiftalífs, þar sem
allur atvinnurekstur mátti heita hokur eitt, en verzlun-
in beinlínis tekin af landsmönnum. Þegar nú reynsla
þjóðarinnar á stórum sviðum félagslífsins var öldungis
hverfandi á móti því, sem gerðist í öðrum siðuðum lönd-
um, þá er heldur ekki að undra þó að skynbragð hennar
á velsæmi í hinum sömu yfirgripsmiklu sviðum almenns
félagslífs yrði barnalega óþroskað.
Nú í tæpa öld hafa hlutverk íslenzku þjóðarinnar í opin-
beru og hálfopinberu félagslífi vaxið upp úr hér um bil
engu til álíka stærðar og gerist með öðrum sjálfstæðum,
siðuðum þjóðum. Þetta er miklu sneggri og róttækari
aukning ábyrgðar á þeim sviöum en þekkist með öðrum
vestrænum þjóðum. Helzt verður að fara alla leiö suð-
austur á Balkanskaga til þess að finna nokkurn veginn
hliðstæö dæmi. Því er ekki að undra, þó að tök íslenzku
þjóðarinnar á stjórnmálum sínum, viðskiftalífi o. s. frv.
hafi að ýmsu leyti verið barnaleg og óþroskaðri afstaða