Jörð - 01.08.1933, Síða 238
222
ÍSLENZKAR HUGMYNDIR UM VELSÆMI [Jörð
hennar en gengur og gerist í norrænum og vestrænum
Norðurálfulöndum gagnvart því hvað sé velsæmilegt á
þeim sviðum.
AÐ ÞESSU leyti mun unnt og óhjákvæmilegt að tala
um íslenzkar hugmyndir um velsæmi í stjórnmálum, við-
skiftamálum o. þ. h. Þær eru tiltölulega lítt þroskaðar
og þær verður að þroska — einbeittlega. Því annars
verður örlagaþrungiö ósamræmi í vexti og athöfnum
þjóðarinnar.
Þegar um þjóðfélagslega sómatilfinningu er að ræða,
þá er það að vísu fyrst og fremst málefni þeirra manna,
sem með umboð almennings fara, hvort heldur er b»;int,
svo sem embættismenn, alþingismenn og ráðherrar, eða
óbeint, svo sem blaðamenn, kaupsýslumenn o. s. frv.
Hins vegar hlýtur alþýða manna vitanlega að finna til
þess, sem fram fer og láta sig það varða, eftir atvikum.
Verða þá sjálfboðnir fulltrúar úr hennar hópi til þess
að láta uppi það, er þeir telja álit almennrar sómatil-
finningar. Gagnrýni (»krítíkk«) hefir jafnan þótt rétt-
mæt í sjálfu sér og nauðsynleg í hverju siðuðu þjóðfé-
lagi. Það hefir svo sem heldur ekki staðið á henni hér-
lendis. En hún hefir borið mikil merki óþroskans ekki
síður en hin gagnrýndu þjóðfélagsatriði sjálf.
Blöðin, aðalmálgögn gagnrýninnar, hafa sem sé sunv
part skoðað allt slíkt út frá einsýnu »flokkshagsmunar«-
sjónarmiði, en ekki nema að tiltölulega litlu leyti, og þó
blendið, út frá sjónarmiði eðlis málsins sjálfs;ensumpart
orðað gagnrýni sína þannig að það út af fyrir sig gefur
tilefni til harðrar gagnrýni. Þarf ekki að lýsa því nánar
hér að svo stöddu, að íslenzk blaðamennska hefir um
langa hríð verið áhyggjusamlegt umræðuefni alvöru-
manna í landinu: í blöðunum sjálfum, í víðvarpi — og
þó einkum manna á milli.
Á sama hátt hefir mestöll gagnrýni þjóðarinnar á
stjórnmálamönnum sínum og öðrum leiðtogum opinbers
félagslífs, sú sem er raunverulega sprottin af heilbrigðri
og ósjálfráðri tilfinningu fyrir því, hvað sómasamlegt