Jörð - 01.08.1933, Page 239
Jörð] ÍSLENZKAR HUGMYNDIR UM VELSÆMI
223
sé, farið fram manna á milli, en tiltölulega lítið komið
fram á yfirborðið í opinberri umræðu. Þetta verður að
breytast.
Heilbrigð tilfinning skynsamari og sjálfstæðari hluta
alþýðu fyrir því, hvað velsæmilegt er, verður að fá málið
í opinberu lífi á fslandi. Þó að hún sé á minni reynslu
byggð en ýmissa annara þjóða, þá er hún þó aö eðfi til
hraust, eins og sjá má af einföldu, þjóðlegu lífi alþýð-
unnar og var drepið á það snemma í grein þessari. Þó
að sú hreysti sé aö vísu heldur hnignandi vegna áhrif-
anna af ranghverfu óumflýjanlegrar og enda nauðsyn-
legrar alþjóðamenningar. Sómatilfinning skynsamari
filuta alþýðu er hið bezta á þessum sviöum, sem íslenzka
þjóðin á ráð á; og því verður að tjalda, sem til er.
ÞAÐ er skiljanlegt, að íslenzk afþýða standi sjálf nær
almennri hefð hinna bezt siðuðu þjóða, en fagmenn
hennar. Manneðlið er sem sagt hið sama um allar jarð-
ir. Aftur á móti er ekki gott að vita, hvað úr hinu sam-
eiginlega efni verður, þegar farið er að vinna úr því við
misjafnar aðstæöur.
Hér í fásinninu hefir vissulega þróast í hópi »fræði-
mannanna«: stjórnmálamanna, viðskiftalífsleiðtoga,
blaðamanna o. s. frv. nokkuð sérstök og þó sundurleit,
ankannaleg skoðun á því, hvað sómasamlegt sé og lið-
andi. Og skoöun þessi innan leiðtogahópsins hefir vit-
anlega sljóvgandi áhrif á alþýðuna, sem tekin er að hafa
bæði »skömm og gaman« af. Því lengur sem hin alþýð-
lega tregða lætur dragast að segja í heyranda hljóði
raunverulega meiningu sína um hátterni stjórnmála-
mannanna o. s. frv.; þeim mun lengur sem alþýðan ó-
hlýðnast hinum hljóðu bendingum hjartans, sem býð-
ur henni að tala; þeim mun minni virðingu tekur hún
að bera fyrir sinni eigin heilbrigðu tilfinningu; þeim
mun meir sljófgast tilfinningin sjálf. Þeir hæfileikar,
sem ekki eru notaðir, eru ávallt teknir aftur. Þaö er
náttúrulögmál.