Jörð - 01.08.1933, Page 240
224
ISLENZKAR HUGMYNDIR UM VELSÆMI [Jöið
ÝMSIR lesendur »Jarðar« munu væntanlega kannast
við það, að vér höfum tekið fram, að vér skoöuðum þaS
sem meðal helztu hlutverka vorra, að hjálpa til þess að
gefa alþýðu lands vors málið — opna fyrir þeirri auð-
legð reynslu, hugsunar, tilfinningar, lífs, sem hún byrgir
sér í barmi. Sömu lesendur munu væntanlega kannast
við, að vér höfum gert tilkall til að teljast sjálfir í hópi
alþýöu: vér erum ekki fræðimenn nema í fáum þeim mál-
efnum, sem vér höfum fundið oss knúða til að vekja
máls á; heldur höfum vér leyft oss að tala í nafni ai-
mennrar, heilbrigðrar skynsemi og tilfinningar sem
ssjálfmenntaðir« þegnar þjóðfélagsins, bræður bræðra
vorra og systra. Sömu rök liggja til þess að vér getum
ekki orða bundizt um málefnið, sem grein þessari er
snúiö að. Tilefnið er deginum ljósara.:
umtal stjórnmálamannanna íslenzku hvers um annan,
svo að ekki sé fleira nefnt að sinni.
Það hefir þegar dregizt lengur en skyldi, að alþýða
landsins (sá hluti hennar, sem haldið hefir dómgreind
sinni óbrjálaðri af sefjun flokkadráttanna) láti heyrast
til sín hreinskilnislega, hvað hún hefir lengi verið að
hugsa og tala í sinn hóp um þessa blessaða stjórnmála-
menn sína; þessa menn, sem hafa gerzt svo djarfir að
þykjast eiga kröfu til, að gervöll þjóðin láti svo að segja
draga sig í dilka eftir þeirra markaskrá til óbrigðullar
hollustu og fylgis við þá persónulega.
Það er enganvegin ætlun vor að gera lítið úr stjórn-
málamönnum þjóðar vorrar. En það verður varla dreg-
ið lengur að biðja þá um að gera svo vel að staldra að-
eins við og líta í kringum sig; reyna að átta sig á, að
þeir ætla sér of miJcið rúm í þjóðlífinu; og hinu, sem
hér er einkum um að ræða, að sómatilfinning þeirra er
yfirleitt orðið ekki samboðin alþýðunni, sem þeir hafa
boðizt til að hafa, fomstu fyrir, — aö því leyti, sem þeir
eru ekki sjálfir búnir að spilla alþýðunni.
Þetta er raunar engin móðgun, svo að þeir þurfi að
bregðast reiðir við. Það er allt eðlilegt, eins og þegar
hafa verið leidd rök að. Það er sagt að menn, sem stadd-