Jörð - 01.08.1933, Page 241
Jörð] ÍSLENZKAR HUGMYNDIR UM VELSÆMI 225
ir eru í skógi, sjái hann stundum ekki fyrir tómum
trjám. Hinsvegar segir íslenzkt spakmæli: »Glöggt er
gests augað«. Alþýðumaður er sem gestur í þessu efni.
Bregðist því ekki reiðir við, bræður góðir, þó að deilt
kunni aö verða á yður í »Jörð« eftirleiðis, heldur virðið
viðtals þá rödd, sem vegna eðlisraka er yður ómissandi
og ómetanleg til leiðréttingar — nú og ævinlega — ó-
brjálaða rödd alþýðu lands yðar. Og gerið svo vel að
dæma ekki væntanlegar greinar vorar frá því, að þær
séu til raunverulegs vitnisburðar um þessa leiðréttandi
rödd, nema þér treystið yður til þess, eftir að hafa lesið
þær með heill þjóðar yðar og óuppgerðan mannsmetnað
sjálfra yðar fyrir augum.
Tollar ©ða skattar.
§ VO SEM kunnugt er, greinir menn mjög á um,
hvort afla skuli ríkissjóöi tekna með tollum fyrst og
fremst eða með »beinum« sköttum aðallega. Fyrr meir
munu hér helzt ekki hafa þekkzt nema tollar — skattar,
sem ríkið leggur á verzlunarvöru — og munu þeir ein-
göngu hafa verið á vörutegundum þeim, er nefndar voru
»munaöarvörur«. Seinna ruddi skoöun sú sér allvíða til
rúms hér á landi sem annarstaðar, aö tollar séu óréttlát
sköttun, með því að þeir komi jafnt niður á fátækum
sem ríkum; væri því rétt að draga til muna úr þeim eða
leggja jafnvel alveg niður, og taka upp, í þeirra stað,
svonefnda »beina« skatta, svo sem tekjuskatt, eigna-
skatt og erfðafjárskatt. Fara skattar þessir, svo sem
kunnugt er, eftir tekjum og eignum skattþegnsins á þann
hátt, að því hærri sem tekju- eða eignaupphæðin er, því
meira verður hlutfall (ekki aðeins uppliæð) álagningar-
15