Jörð - 01.08.1933, Page 242
226 TOLLAR OG SKATTAR [Jörð
innar. Fljótt á litiö viröist þetta réttlátt og svo að segja
sjálfsagt. Nánar á litið, kemur þo fleira til greina. Móti
því verður sem sé varla mælt, að »beinii’« skattar, ef að
mjög tilfinnanlegir teljast, muni draga úr auðsafnsvið-
leitni margra. Og að því leyti, sem sú auðsafnsviðleitni
verkar á dugnað við atvinnuna, einkum framleiðsluna og
utanlandsverzlunina, en sparnað í einkalífi, þá verkar
hún auðskiljanlega að því að auka þjóðarauðinn og með
því atvinnu og vellíðun þjóðarinnar í heild. Séu tollarnir
ranglátir — sem þeir að vísu háfa verið —, þá eru
»beinu« skattarnir óskynsamlegir, sé langt haldíð á
þeirri braut. Er þá i raun og veru elcki til aðferð, sem
sameinar Jcosti beggja?
Hér skal sett fram hugmynd til athugunar.
Það virðist einsætt, að skattar komi aðallega niður á
þeim, er eithvað verulegt hafa aflögu — eins og tilætl-
unin er með »beinu« sköttunum. Hins vegar þyrfti að
búa svo um hnútana, að menn fráfældust ekki skynsam-
legt auðsafn fyrir þeirra sakir.
Hugmynd vor er sú að LEGGJA SKATTANA AÐ
MESTU LEYTI Á ÓÞARFAEYÐSLUNA f LANDINU
(sem vissulega kemur aöallega í hlut tekjumiklu mann-
arma, þegar rétt er að gáð). Sú er einmitt einhver helzta
krafa þeirra, sem fylgja tollaaðferðinni. Gallinn á af-
stöðu þeirra hefir verið sá, að þeir hafa ekki fylgt hugs-
un sinni út í æsar; ekki sett fram neinar yfirgripsmiklar
tillögur, er komi niður á hinni ramiverulegu óþarfaeyðslu
landsmanna í heild, heldur hafa þeir miklu fremur reynt
að tolla sem óþyrmilegast hinar fáu »munaðarvöru«-teg-
undir, sem teknar voru út úr í gamla daga. Því þó að
flestöll óþarfaeyðsla í landinu muni eitthvað tolluð, þá
þarf ekki annað en renna augunum til eyðslulífs þess,
sem hefir átt sér stað í því, til þess að sjá, að gríðarstór
og eðlilegur skattstofn er í raun og veru lítt notaður.
Væri hann í raun og veru notaður, þá hefði hér verið
minni óþarfaeyðslan en raun ber vitni. óþarfaeyðsla i
einkalífi er öll sú eyðsla, sem maðurinn gseti hjá Jcomizt
i einlcalifi sinu og lifað þó lieilmrmu líferni, svo sem dýrt