Jörð - 01.08.1933, Page 243
Jörð] TOLLAR OG SKATTAR 227
húsnæði, dýrir húsmunir, dýr fatnaður, margur dýr mat-
ur og drykkur, dýrar skemmtanir. Á þessa hluti væri
óhætt að leggja skatta um fram það, sem gert er, og þá
mikla.
EFTIR að framanskráð er ritað, höfum vér heyrt
uppástungu um aöra aðferð með svipuðu markmiði.
Fyrst um sinn skiftir aðferðin ekki mestu máli heldur
hitt, aö alþýða manna átti sig á, hversu ÓÞARFA-
EYÐSLAN ER SÁRLÍTIÐ NOTAÐUR SKATTSTOFN
á móti því, sem óliætt væri og gagnlegt.
Italir í Trípólis.
Bréf frd Egyptam til Þjóðabandalagsins.
p) G Y P T A L A N D hefir frá tíðindum að segja, sem
eru of sár til þess, aö mannkynið geti þagað við
þeim. Hundruð manna — karlar, konur, börn, gamal-
menni — hafa verið reknir frá heimilum sínum*)
út á eyðimörk af ofbeldisstjórninni**) og hefðu allir
farizt úr hungri og þorsta, hefði ekki vinjahersir***)
Egyptalands leitaö þá uppi með liði sínu. Vér höfðum
ekki náð oss eftir þenna hörmulega atburð, þegar enn
hræðilegri saga barst oss: lík 14 Trípólis-búa rak á fjör-
ur vorar og hafði mönnunum verið fleygt lifandi í sjó-
inn, hlekkjaðir einum og sama fjötrinum.
Þessu næst fréttum vér það, að ítölsk flugflotadeild
hefði upp úr þurru flogið yfir þorpið A1 Kafra, er ekkert
hefði til saka unnið, og hent yfir það sprengikúlum. Að
*) í Trípólis. **) ítölsku. * * *) Viv er gróðurblettur í eyðimörk.
15*