Jörð - 01.08.1933, Page 245
STJóRNMÁLAMENN
229
JÖl'ð]
Stjórnmálamenn.
G UÐMUNDUR Hannesson komst svo að orði í
ritgerð sinni um »goðastjórn«, er birtist í »Eimreið-
inni« fyrir fáum missirum, að stjórnmálamennirnir séu
»sú mikla lús«, er skríði á þjóðarlíkamanum og dragi úr
þrifum hans. »Hrottalegur dómur og eitthvað til í hon-
um«, hugsuðum vér við lesturinn.
Seinna í sama hefti lásum vér í fyrirlestri Guðmundar
Kambans frásögn, sem ekki verður skilin á aðra leiö en
þá, að félög flugmanna um gervalla Norðurálfu hafi gert
samtök um að lýsa yfir því, að þó að til þeirrar hörm-
ungar drægi, að ófriður yrði hafinn, þá myndu þeir
aldrei láta nota sig til þess, að varpa yfir borgir og
jafnvel sveitir tortímingarefnum þeim, sem verið er í
sífellu að finna upp og »endurbæta« og framleiða í stór-
um stil svo að segja í öllum löndum — vitanlega i þeim
tilgangi ad nota þau, ef í hart fer, á þann hátt, sem flug-
mennirnir hafa afneitað.
En hverjir RÁÐA þessari svívirðilegu framleiðslu?
ST J ÓRNMÁLAMENN.
Hinir ráðandi stjórnmálamenn hafa komið upp stór-
eflis flugherjum, er vaxa óðíluga, og þeir láta framleiða
eiturgas og hvítan fosfór til þess að eitra og brenna allt,
er fyrir yrði, ef að í mjög hart færi — konur, börn varla
síður en hermenn. Þvilíkir kolapiltar eru stjórnmálamenn
hinnar vestrænu menningar á vorum dögum.
STJÓRNMÁLAMENN hafa löngum verið kolapiitax*.
Lesið t. d. Heimskringlu Snorra Sturlusonar og sjáið,
hvað konungar og konungaþjónar með Norðmönnum
töldu sér leyfilegt gagnvart náungum sínum, alþjóð, á
10.—12. öld. Svipuð er sagan í svo að segja öllum lönd-
um frá flestum tímurn, og sumstaðar ófegurri þó. Stjórn-
málamenn, sem sækjast eftir völdum, hafa oftast kola-
piltar verið. —
Flugmennirnir neita aö láta nota sig til andstyggileg-