Jörð - 01.08.1933, Page 246
230
STJÓRNMÁLAMENN
[J örð
ustu hermdarverka, er hugsast geta. En stjórnmálamenn-
irnir láta fara fram hinn vandlegasta undirbúning
hryðjuverkanna; þar á meðal æfing flugmanna þeirra,
sem nú hafa algáðir hlýðnast heilbrigðu brjóstviti sínu.
Seinna tekst stjórnmálamönnunum e. t. v. á freistinga-
stund að æra þá ásamt almenningi með ólyfjan ófriðar-
æsinga. Enginn veit fyrir um það, á meðan stjórnmála-
mönnunum er leyft að hafa hinn voðalega viðbúnað.
AÐ LOKIJM skal aðeins drepið á leyndardómsfullt
atriði, sem mikið virðist komið undir:
Hvernig i ósicöpimum stendur á þvi, aö stjórnmála-
mennirnir geta haft sig til þessa? Er það allt vegna
valdafýknar, líkt og lýst er í Heimskringlu ? Að öllum
líkindum á hún hlut að máli, en alls ekki að öllu leyti.
Miklu ræöur og nokkurskonar úrræöaleysi; haldið er
áfram hina gömlu braut, með þeim sívaxandi fimbul-
hraða, er einkennir menningu og þjóðlíf vorra daga. Og
þó mun hvorttveggja þetta alls ekki skýra málið að fullu.
Telja má víst, að mikið sé hæft í ákærunni, sem stjórn-
málamenn eru mjög bornir nú orðið:
að þeir láti nota sig til kolaverkanna af duldu áhrifa-
valdi.
Algáðir — eða sefjaðir — hver veit það? — láti þeir
nota sig, þó að flugmennirnir, sem nær standa óbreytt-
um almúga, neiti að láta nota sig.
Hver er hinn duldi ógnavaldur?
GUÐLAUST AUÐVALD, liiö eitra&a blóm spilltrar
menningar, sem lítilsvirðir náttúnma og trúir ekki á
Guð.*)
*) »Og guðlaus »kommúnismi«; hið eitraða loft, sem deyðir allan
viðkvæman gróður, og mengar með ólyfjan andrúmsloft þess
sem eftir lifir«. (Viðbót vinar vors, er las hjá oss handritið.
Hann hefir rétt fyrir sér).