Jörð - 01.08.1933, Síða 249
ANDREA DELFÍN
233
JörÖ]
nú; mér liggur á; í gondólnum höfum við næði til að
talast við«.
Hann kallaði nú einn af leigugondólunum og dróg
Andrea með sér. Þeir stigu niður í hann og settust undir
svörtu þakinu, en höfðu útsýni til hægri og vinstri út um
litla glugga. »Hvað er það, herra minn«, mælti Andrea,
»sem þér ætlið að skýra mér frá, og hvar ætlið þér að
koma mér á framfæri?«
»Fariö ekki á skrifstofu húsbóndans í fyrramálið«,
sagði Gyðingurinn. »Hver veit nema þér verðið 3Óttur
annað, sem gefur meira af sér«.
»Iivaö eigið þér við, Samúele?«
»Þér vitið hvað fyrir kom í nótt«, hélt hinn áfrani.
»Það er einsdæmi hér í Feneyjum, að liðið hafi svo dæg-
ur eftir morð, að ekki hafi verið komizt á snoðir um
ódæðismanninn. Vér erum að komast í óálit hjá stjórn-
inni, þjóðinni og útlendingum, sem hafa haft hreinustu
tröllatrú á lögreglunni hérlendis. Tíu manna ráðið er
óánægt. Það fer hvað af hverju að leita sér nýrra augna
til þess að skima í skúmaskotin. Ef að þér eruð enn sama
sinnis og fyrir hálfum mánuði, heri’a Delfín, þá munuð
þér brátt fá fínni rúnir að ráða en krotið á málsskjölum
núverandi húsbónda yðar. Bíðið mín þess vegna í fyrra-
málið. Ef að eitthvað verður að gera, og ég kemst að
með að mæla með yður, þá skal það verða mér mesta
ánægja«.
»Ég er samur og fyrri daginn, en ég treysti mér ekki
sem bezt«.
»Nei, nú dámar mér ekki«, svaraði hinn og ógnaði
Andrea með vísifingrinum. »Ég hefði nú ekki mikið vit
á andlitum, ef að andlitið á yður kann ekki að dylja
hugsanir yðar. En sá sem kann að dylja hugsanir sínar,
er þegar kominn vel á veg með að ráða það, sem aðrir
reyna að dylja«.
»Á hvers valdi er það, hvort ég verði notaður eða
ekki?«
»Þér verðið að gangast undir próf hjá dulardóminum;
ég get ekki gert annað íyrir yður en að lýsa því yfir,