Jörð - 01.08.1933, Side 250
234
ANDREA DELPÍN
IJöiö
að ég þekki yður og beri traust til hæfileika yðar. Ég
býst við, að dulardómurinn verði fullskipaður í fyrra-
málið. Tíumannaráðið er nú einmitt á fundi að kjósa
þriðja manninn. Það er nú ekki síöur vandi en veg&emd,
og myndi víst margur vilja biðja sig undanþeginn. Því
áletrunin á rýtinginn hefir ekki verið gerð til dægrastytt-
ingar, og hermaðurinn á sprengigröfinni er betur settur,
en hver höfðingjanna í dulardóminum síðan í nótt er
leið«.
»Það mun samt engum vafa bundið, að sá er fyrir
kjörinu verður, tekur að sér starfið?«
»Tekur það að sér?! Er yöur ókunnugt um, að þjóð-
veldið refsar hverjum vægðarlaust, sem skorast undan
embætti ?«
Andrea þagði við og horfði þungbúinn út á síkið um
gluggan. Óyfirsjáanleg mergð svartra gondála stefndi
gluggann. ófyrirsjáanleg mergö svartra gondála stefndi
í sömu átt og þeir sjálfir, milli hinna háreistu halla, en
frá Rialtó-síkinu stefndi á móti þeim ekki minni grúi.
Þessir andstæðu straumar rákust saman við ákveðin,
breið síkisþrep og var þar handagangur mikill um að
koma af sér farþegum sínum. Það var Venierhöll, og þar
lá hinn myrti maður.
Eitt tillit nægði, til aö sýna Andrea, hvar þeir voru
staddir. Hann vann bug á geðshræringu sinni með ervið-
ismunum og sagði: »Eigið þér nokkurt erindi hingað,
Samúele, eða er yður bara forvitni á aö sjá myrtan dul-
ardómara á viðhafnarlíkbörum ?«
»Ég er hér á vegum starfsins«, svaraði gyðingurinn.
»En það getur líka verið mikils virði fyrir yður að verða
samferða. Ég ætla að kynna yöur nokkurum vinum mín-
um; því hér veit tíundi hver maöur, hvers hann leitar.
En við látum sem við þekkjumst ekki. Og vitið þér nokk-
uð! Ég þyrði að slá í veð, að ýmsir samsærismanna séu
hér með samhryggðarsvip. Hver veit, nema sjálfur ó-
dæðismaðurinn sé í þessum svifum að stíga úr einhverj-
um gondálnum. En honum skjátlast, ef að hann heldur
sig öruggari hér en hvar annarstaðar. Því á þessari