Jörð - 01.08.1933, Page 251
Jörð]
ANDREA DELFIN
235
stund, þegar allir eru úti, er lögreglan að snuðra í hús-
um allra, er teljast grunsamlegir«.
Að svo mæltu stökk hann úr gondálnum og hjálpaði
Andrea til hins sama. »Er óhugur í yður við lík. Það er
eins og þér kunnið ekki við yður«.
»Yður skjátlast, Samúele«, flýtti Andrea sér að svara
og leit stillilega á hann. »Ég er yður miklu fremur þakk-
látur fyrir að hafa ýtt undir mig. Án yðar hefði ég varla
komið hingaö. Við skulum nú bara koma og heilsa upp
á þenna stórhöfðingja, sem varla heföi veitt okkur við-
tal í lifanda lífi. Það er myndarlegt hús, sem hann verð-
ur nú svo snögglega að láta fyrir þröngan ldefa. Ég
sárkenni í brjósti um hann, þó að ég liafi mannin aldrei
augum litiö«.
Gengu þeir nú hlið við hlið í gegnum mannþröngina
upp svartdúkaðar tröppurnar; el'st uppi grúfði skjald-
armerki Venierættarinnar vafið sorgarslæðum og á-
minnti múginn um þögn. í stærsta salnum voru viðhafn-
arlíkbörur undir sængurhimni, en kýprustré í pottum,
og náðu alla hina löngu leið upp undir loft; kertaljósin i
silfurkertakrónunum blöktu í súgnum, því opiö var út á
veggsvalir; og fjórir af þjónaliði Veníerættarinnar stóðu
vöi'ð eins og steinstyttur í svörtu flaueli með slæðum
vafin bryntröll hver við sitt hornið á líkbörunum. Yfir
líkið var breitt svörtum flauelsdúk; silfurkögrið hékk úr
honum niður á gólf. Um leið og þeir félagar gengu inn,
blasti við sjónum þeirra hvassbrýndur vangasvipur, en
lokuðum augunum var snúið að sængurhimninum og voru
með reiðilegu og hryggu yfirbragði. Andrea þekkti aft-
ur ásjónuna. Þau liöfðu mótast djúpt í minni hans nótt-
ina, er hann sá hann í herbergi Leónóru. En ekki bar
á neinum óstyrk um munn hans eða augu, er litu hvasst
á hinn dána. Það varð ekki séð, að hefnandi stæði
frammi fyrir þeim, er hann hafði vegið.
STUNDU síðar kom Andrea heim. Frú Gíóvanna tók
á móti honum með nærri því móðurlegum áhyggjusvip;
einnig virtist Maríetta hafa beðið hans áhyggjufull.