Jörð - 01.08.1933, Síða 252
236
ANDREA DELFÍN
[Jörð
Sögðu þær honum, að lögreglan hefði verið þar á ferð-
inni og rótað í öllu hjá honum, en fundið allt með
felldu — eins og hún líka, húsmóðirin, hefði sagt þeim
fyrir. Þegar hún nú sá, hvað frásögn hennar virtist koma
lítið við Andrea, hvarf síðasti órói hennar og taldi hún
nú víst, að húsrannsóknin hefði aðeins verið reglu vegna.
Samt lagði hin væna kona honum margar reglur til var-
úðar og eftirbreytni, svo að ekki féllu á hann grunsemd-
ir þessara vondu tíma. »Nú verður enn þá vandlifaðra«,
sagði hún andvarpandi, »því eins og þér vitiö duga kett-
inum ekki vettlingatök, þegar hann er á músaveiðum,
og ekki er hitt síður satt, að dauðir opna augun á þeini,
sem lifa. Verið þess vegna varkár, og treystið engum,
sem gefur sig að yður. Þér þekkið þá ekki enn þá þessa
þrjóta, hversu flátt þeir geta talað; en trúið mér: menn
verða bara blekktir af þeim, sem menn treysta. Þér ættuð
þess vegna að hætta að borða á veitingahúsi, gera yður
að góðu það, sem við hérna getum látið yður í té. Þér
eruð þreytulegur. Leggið yður á rúmið; þér eruð óvanur
því að vera á þessum þeytingi«.
Öllum þessum fortölum fylgdi Maríetta eftir með inn-
fjálgum bænaraugum. Hún stóð við hlið móður sinnar
og starði allshugar inn í alvöruþrungið, fölleitt andlitið
á honum. Hann fullvissaði þær um, að sér liði vel, bað
um brauð og vín, og sást að því búnu ekki meira af hon-
um þann daginn.
SNEMMA næsta morgun, áður en hann var risinn úr
rekkju, kom Samúele inn til hans. — »Ef að þér kærið
yður um að stinga á yður a. m. k. 14 dúkötum mánaðar-
lega, þá drífið yður með mér; allt er undirbúið og ég
á þess varla von, að þér farið fýluför«.
»Hafa menn komið sér niður á dulardómarann?«
»Það virðist svo«.
»Eruð þið engu nær um samsærið?«
»Alls engu. Aðalsfólkið veit hvorki í þennan heim né
annan. Það lokar sig inni í höllum sínum og heldur hvern
gest njósnara frá tíumannaráðinu eða þremenningunum.