Jörð - 01.08.1933, Page 254
238
ANDREA DELFÍN
tJörð
»Ekki svo ég viti til. Ætt mín hefir veriö í Brescíu
ævalengi«.
»Þér búið í Calle della Cortesía hjá Gíóvönnu Dantelí
og óskið þess að gerast starfsmaður hins háa tíumanna-
ráðs«.
»Ég óska þess að helga þjóðveldinu krafta mína«.
»Heimildarskjöl yðar frá Brescíu eru í lagi. Mála-
flutningsmaðurinn þar, sem þér unnuð hjá, gefur yður
þann vitnisburð, að þér séuð skynsamur maöur og áreið-
anlegur. Einungis vantar sérhverja upplýsingu urn s(?x
eða sjö árin áður, en þér kornuö til hans. Hvað höfðust
þér aö þann langa tíma eftir lát foi’eldra yðar? Ekki vor-
uð þér þá í Brescíu?«
»Nei, yða'r göfgi«, svaraöi Andrea stillilega. »Ég var er-
lendis: í Frakklandi, Hollandi og Spáni. Þegar ég hafði
eytt þessu lítilræði, sem ég erfði, varð ég að láta mér
lynda að verða þjónn«.
»Heimildarskjöl ?«
»Þeim var stolið frá mér í kofforti, sem aleiga mín
var í. Ég var þá orðinn þreyttur á ferðabrallinu og sneri
aftur til Brescíu. Húsbændur minir hafa taliö mig not-
hæfan til margskonar ritarastarfa. Yðar göfgi hefir
sjálfur fyrir augum vitnisburð urn, að ég hefi lært að
vinna«.
Allt þetta sagði hann stillilega og auðmjúklega, nokk-
uð lútandi höfði og með hattinn milli handanna en þá
gekk einn af grímumönnunum allt í einu að þeim og
Andrea fann nístandi augnaráð hvíla á sér.
»Hvað heitið þér?« sagði dulardómarinn með öldungs-
legri rödd.
»Andreá Delfín. Skjöl mín sýna það«.
»Aðgætið, að það er dauðasök að blekkja hinn háa
dulardóm. Hugsið yður því enn einu sinni um. Hvað
segið þér, ef aö ég nú segi, að þér heitiö Candíanó?«
Andartaksbil var dauðakyrrð; veggjatítlan heyrðist úr
þilinu. Átta aðgætin augu hvíldu á hinum ókunna manni.
»Candíanó?« sagði hann og dróg við sig nafnið, hik-
laust þó. »Hversvegna skyldi ég heita Candíanó? Ég vildi