Jörð - 01.08.1933, Page 255
ANDREA DELFÍN
Jöið]
2ÍJ9
ekkert fremur, því eitthvað hefi ég heyrt um, að sú ætt
sé auðug og tigin, og sá er bæri það nafn, þyrfti væntan-
lega ekki að innvinna sér lífsviðurværi með pennanum«.
»Það er Candíanó-andlit á yður. Framganga yðar yf-
irleitt ber vott um stærri ætt en þessi skjöl yðar láta«.
»Andlitinu hefi ég ekki ráðið, háu herrar«, svaraðl
Andrea kurteislega og eðlilega. »En hvað snertir fram-
göngu mína, þá hefi ég á ferðum mínum séð margt fyrir
mér, sem ég hefi tekið mér til fyrirmyndar. Og heldur
ekki í Brescíu hefi ég slegið slöku við, heldur reynt með
bóklestri að vinna það upp, sem ég lét fara fram hjá
mér í æsku«.
Hinir dulardómararnir tveir voru nú einnig komnir
nær, og annar þeirra, með mikið rautt skegg niður und-
an grímunni, sagði með lágri rödd: »Þér látið líkingu
villa yður sýn. En eins og þið vitið sjálfir, þá er ættlegg-
urinn, sem bjó við Maranó, aldauða; sá gamli var jarð-
aður í Róm, — og synirnir lifðu hann ekki lengi«.
»Vera má«, svaraði hinn fyrri. »En lítið á hann og
segið mér, hvort að ekki sé sem gamli Luigi*) Candíanó
sé endurlifnaður og uppyngdur. Ég kannaðist svo sem
við hann; við vorum kosnir í öldungaráðið báðir sama
dag«.
Hann tók skjölin af borðinu og skoðaði þau grand-
gæfilega. »Þið hafið sjálfsagt rétt fyrir ykkur«, sagði
hann að lokum. Aldurinn stendur ekki heima. Þessi er
of gamall til að vera annarhvor sona Luigis. Hafi hann
átt hann á undan hjónabandinu — gerir það okkur ekk-
ert til«.
Hann henti plöggunum á borðið, gaf ritaranum bend-
ingu og fór út að gluggabás með starfsbræðrum sínum,
þar sem þeir héldu áfram hljóðskrafinu. Ekki varð það
séð á augum Andrea, hvílíkur léttir lionum var að leiks-
lokunum.
Ritarinn hóf nú aftur máls. »Þér skiljið erlend tungu-
mál?« spurði hann.
*) Frb. lúidsjí,