Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 256
240
ANDREA DELFIN
[Jörð
»Ég tala Frakknesku og lítilsháttar Þýzku, yðar göí'gi«.
»Þýzku?! Hvar hafið þér lært hana?«
»Þýzkur málari í Brescíu var góðvinur minn«.
»Hafið þér nokkurn tíma verið í Tríest?«
»Tvo mánuði, yöar göfgi, í erindum húsbónda míns,
málaflutningsmannsins«.
Ritarinn stóð upp og gekk til þremenninganna við
gluggann. Litlu síðar kom hann aftur að borðinu og
mælti: »Yður verður fengiö vegabréf sem austurrískum
þegni frá Tríest. Svo farið þér með það í hús austur-
ríkska sendiherrans og biðjið um vernd lians, með því
að þjóðveldisstjórnin sé í þann veginn að vísa yður úr
landi. Þér verðið að segja, að þér hafið farið úr ættlandi
yðar á unga aldri og flutzt til Brescíu. Hvernig svo sem
þeir taka máli yðar, þá ætti heimsóknin að nægja til
þess, að þér, með svolítilli lægni, getið komizt í kynni við
sendisveitarritarann. Það er hlutverk yðar, að láta yður
verða sem mest úr þeim kunningsskap og taka eftir
leynisamböndum Vínarhiröarinnar við aðalsfólk í Fen-
eyjum, af fremsta megni. Hvað lítið, sem er, veki það
grun yðar, eigið þér að skýra frá því tafarlaust«.
»Óskar hinn hái dulardómur, að ég láti af núverandi
stöðu minni hjá Fanfani skjalaritara?«
»Þér breytið engu um lifnaðarháttu yðar. Laun yðar
fyrsta mánuðinn eru aðeins tólf dúkatar. Þér eigiö það
undir dugnaði yðar og aðgætni að tvöfalda upphæðina.«
Andrea hneigði til til samþykkis.
»Hér er þýzka vegabréfið yðar«, sagði ritarinn. »Þér
eigið heima við bústað Amedeís greifynju. Yður verður
ekki skotaskuld úr því, að komast í kunningsskap við
herbergisþernu hennar; það, sem þér kostið til, skal
verða yður endurgreitt. Það sem þér með þessu móti
fréttið um samband greifynjunnar við tigna Feneyinga,
látið þér ganga hingað. Þjóðveldið væntir þess, að þér
innið störf yðar af hendi með trúmennsku og samvizku-
semi. Það verður enginn eiður tekinn af yður, því að ef
þér óttuðust ekki hinar jarðnesku refsingar, sem gína
við yður, ef að þér bregðist trausti voru, þá rynni yður