Jörð - 01.08.1933, Síða 257
Jörð] ANDREA DELFÍN 241
ekki mannsblóð í æöum, og mynduð þar af leiðandi viröa
einnig hina himnesku réttvísi að vettugi«.
Andrea hneigði sig aftur og sneri til dyra. Ritarinn
kallaði á hann aftur.
»Að eins eitt enn þá«, sagði hann, um leið og hann
opnaði skrín lítið, er lá á borðinu. »Komið hingað og
skoðið rýtinginn þarna í skríninu. I Brescíu eru miklar
vopnasmiðjur. Minnist þér þess að hafa nokkurn tíma
séð þar svipaða vinnu«.
Andrea neytti nú sinnar hinztu orku og leit niður i
öskjuna, sem ritarinn hélt að honum. Þar var tvíeggjað-
ur hnífur með krossmynduðu hjalti, er einnig var úr
stáli. Á blaðið, sem blóðið hafði ekki enn verið þokkað
af, voru grafin þessi orð: Til heljar með alla dulardóm-
ara.
Eftir langa skoðun lét hann öskjurnar aftur frá sér
með fullri stillingu. »Ég minnist þess ekki«, sagði hann,
»að hafa séð álíka rýting í vopnabúðum Brescíu«.
»Jæja«.
Ritarinn lokaði aftur skríninu og gaf honum bendingu
um, að hann mætti fara. Andrea gekk út í hægðum sín-
um. Varðmennirnir óróuðu hann ekki; gekk hann eins
og í draumi ofan gangana, sem bergmáluðu fótatak hans,
og þá fyrst, er hann var kominn rnður á hinar dimmu
tröppur, lét hann það eftir sér að tylla sér sem snöggv-
ast á marmaraþrepin. Hné hans voru að gugna, kaldur
svitinn stóð á enninu á honum. Tungan var líkt og þorn-
uð við góminn.
Þegar hann kom út undir bert loft, dróg hann djúpt
andann, hóf djarflega upp höfuðiö, og var nú aftur hinn
örugglegasti í fasi. Úti við hliðið að hallarstrætinu sá
hann mannþyrpingu niðursokkna í lestur stóreflis til-
kynningar, er negld hafði verið upp á eina súluna þar.
Hann gekk þangað og las, að tíumannaráðið hefði með
hæsta samþykki hertogans heitið þúsund gullpeningum,
og náðun, ef um útlaga eða sakamann væri að ræða,
hverjum, sem gæti gefið upplýsingu um morðingja Ve-
16