Jörð - 01.08.1933, Síða 259
Jörd]
ANDREA DELFÍN
243
til ónæðis, þá langar mig til að koma aðeins inn með
yður«.
»Þér ætluðuð inn til mín, án þess að vita af mér. Það
sem sendisveitarritarinn átti að hjálpa yður um, myndi
vinurinn þeim mun fremur láta sér annt um«.
Andrea roðnaði. Nvi fann hann fyrst til auðmýkingar
undan grímumennsku sinni gagnvart þessum frjálsa
manni, sem vegna lauslegra samfunda, er máttu heita
löngu liðnir, kom nú svo vinalega á móti honum. Vega-
bréfið, sem hann var með í vasanum, fannst honum eins
og blýsakka. En sjálfstjórnin var orðin honum að ávana
og reyndist svo nú sem endranær.
»Ég ætlaði bara að fá upplýsingu um þýzka verzlun
nokkura«, sagði hann, »því hér í Feneyjum hefi ég lítil-
fjörlega skrifarastöðu, og verð að láta húsbónda minn,
skjalaritara, nota mig í ýmiskonar smásnatt. En með því
að ég var ekki stórum betur settur í Brescíu, og þér
þrátt fyrir það tölduð umgengni við mig ekki fyrir neð-
an virðingu yðar og móður yðar, þá hika ég ekki heldur
nú við að fara inn með yður. Fyrst verðið þér þá að
segja mér, hvernig móður yðar líður. Mér stendur alltaf
hin ágæta hefðarkona lifandi fyrir hugskotssjónum á-
samt hinni undursamlegu ást hennar til yðar og góðvild
hennar í minn garð«.
Hinn ungi maður varö alvarlegur og andvarpaði.
»Komiö inn í herbergið mitt,« sagði hann. »Þar getum
við talazt frjálslega við«.
Andrea fór með honum. Hið fyrsta, er hann rak aug-
un í, er inn kom í hið vistlega herbergi, var stór litkrít-
armynd, er hékk yfir skrifborðinu. Þekkti hann þar Ijóm-
andi augu Leónóru og hið mikla hár hennar. Gervallur
heillandi ljómi æskuoflætis lék um þessar brosandi varir.
Hinn ungi maður færði tvo stóla að glugganum, en
þaðan sást til fallegrar brúar, sem var á töluvert breiðu
síkinu; líka sást milli húsanna kórinn á gamalli lcirkju.
»Komið nú«, sagði hann, »og látið nú fara vel urn yður.
hvort viljið þér heldur vín eða tyrkjaveig? Það er svo
l(j*