Jörð - 01.08.1933, Page 260
244
ANDREA DELFÍN
LJörð
sem ekki von, aö þér heyriö! Þér eruð niðursokkinn í að
skoða þessa myndarskömm. Þekkið þér þá, sem hún er
að bera sig að lýsa? Hvað segi ég annars! Eins og nokk-
ur sé sá í Feneyjum, að hann kannist ekki við hana!
Segið mér ekkert um konu þessa. Ég veit um það, sem á
hana er borið, og trúi því öllu; og þó fullvissa ég yður í
fullri alvöru um, að ef að þér stæðuð sjálfur frammi fyr-
ir henni, þá mynduö þér ekki skeyta því hið minnsta, en
þakka Guði, ef að þér hélduö nokkurnveginn sönsunum«.
»Eigið þér litmyndina?« spurði Andrea eftir nokkura
þögn.
»Nei — annar, sem er meiri hamingjumaður: ungur og
fagur Feneyingur, sem sjálfur hefir játað fyrir mér, að
hann sé dýrlingurinn hennar. Hann var nógu óforsjáll til
að gera mig að trúnaðarvini sínum. Nú verður hann í
staðinn að híma í útlegð; en i’efsingin, sem ég fæ, er sú,
að hann hefir beðið mig fyrir mynd þessa, en ég verð að
horfa upp á augu fyrirmyndarinnar gráta fyrir hans
sakir«.
Meðan hann sagði þetta, stóð hann frammi fyrir
myndinni og horfði á hana hugfanginn en raunalegur á
svip. Andrea virti hann fyrir sér með innilegri hluttekn-
ingu. Hann var ekki fríður sýnum, en samstilling æsku-
mýktar andlitsdráttanna og karlmennskusvipsins alvöru-
gefna og eldmóðuga, gerði hann einstaklega aðlaðandi.
Einnig limaburður hins hávaxna manns bar meö sér gof-
ugmennsku og viljaþrótt. Andrea vissi ekki fyrr til en
hann sagði: »En að þér, meira að segja þér, skulið elska
konu þessa, sem er svo langt frá því að vera jafningi
yðar«.
»Elska?« svaarði þjóðverjinn þungur á brún. »Hver
hefir sagt að ég elski hana, eins og ég elskaöi einu sinni
heima í Þýzkalandi — á þann hátt, sem einn verðskuldar
ástarnafn? Segið heldur, að hún hafi tryllt mig; að ég
beri hlekki hennar stynjandi og tönnum gnístandi. Ég
játa afdráttarlaust, að ég skammast mín fyrir breisk-
leika minn; og þó er mér ósegjanleg nautn að honum.
Ég hafði enga hugmynd um það áður, hversu einskisvirði