Jörð - 01.08.1933, Page 261
ANDREA DELPIN
245
J Öl'd]
allar jaröneskar nautnir eru á móti því, aö finna hnakka
sinn stiginn til blóös undir sjafnaroki og fleygja Öllu
karlmennsku stærilæti sínu í duftið fyrir bros frá því-
líkum augum«.
Hann var orðinn rjóður í kinnum; nú fyrst tók hann
eftir, að Andrea hafði snúið augunum af myndinni og
hlustaði á hann með djúpri áhyggju.
»Ég þreyti yður«, sagði Rósenberg. »Við skulum tala
um annað. Hvernig hefir yður liðið síðan seinast? Hvers-
vegna fóruð þér úr Brescíu?«
»Þér eruð ekki enn farinn að segja mér neitt af móð-
ur yðar«, tók Andrea fram í. »Hvílík kona! Jafnvel ó-
kunnugir hlutu að finna tilhneigingu til að heiðra hana
sem móður«.
»Haldið áfram«, svaraði hinn. »Hver veit nema orð
yðar leysi mig úr álagahamnum, sem ég er hnepptur i.
Ekki svo að skilja sem þér segið mér neitt nýstárlegt.
En það gæti kannske komið mér til sjálfs mín að heyra
af yðar munni, hvílík móðir hún er og hversu vanþakk-
látt barn hún hefir eignazt i mér. Hvað lízt yður: ég er
þegar búinn að fá þrjú bréf frá henni, þar sem hún særir
mig um að fara úr Feneyjum og koma til hennar í Vín-
arborg. Hana dreymir illa fyrir mér. Hið versta, sem
fyrir mig hefir komið, hefir hún enga hugmynd um. Og
þó heldur mér hér ekkert nema kona ein, sem ég myndi
ekki, hvað sem í boði væri, dirfast að koma með í návist
kærleika hennar. — En«, hélt hann áfram, »svo að ég
geri mig ekki verri en ég er, þá myndi mér um þessar
mundir veitast mjög örðugt að fá orlof. Greifinn, yfir-
boðari minn, hefir bitið sig fastan í þá hugmynd, að ég
sésérómissandi, og einmitt um þessarmundir er ýmislegt
á döfinni, sem honum væri örðugt að fást við sjálfur. Yð-
ur er auðvitað fullkunnugt, að þýzka sendisveitin er ekki
vel séður gestur hérna. Ráðamennirnir hér geta aldrei
látið það á móti sér að kannast við hættuna þar, sem
hún raunverulega vofir yfir ríki þeirra, en gera gælur
við þann hleypidóm, að vér séum ávallt í undirróðri,
þegar eitthvað kemur fyrir Feneyjum til miska. Svo