Jörð - 01.08.1933, Side 263
ANDREA DELFiN
247
Jiirft]
anna, sem þó alténd eru upprunnir í þeirra eigin skauti.
Þeir kusu heldur að láta þetta þríhöfðaða skurðgoð sitt
grisja fylkingu þeirra án dóms og laga, heldur en lifa í
lögbundnu þjóðfélagi, er gerði alla jafna«.
»Þér lýsið núverandi málavöxtum«; skaut Andrea inn
í, »en er óhjákvæmilegt, að þetta verði svona áfram?«
»Jú — eða versni. Því sjáið nú til, hvernig hið tvi-
eggjaöa sverð hefir snúizt gegn sjálfum þeim: Á meðan
þjóðveldið átti hlutverki að gegna meðal Norðurálfuríkj-
anna, þá jafnaðist hið innra ofbeldi af árangrinum út á
við. Feneyjar hefðu aldrei náð slíkri döfnun í milliríkja-
völdum og ofurmagni auðæfa, sem héldust í fullum blóma
alla leið fram á síðastliöna öld, hefðu þær ekki dregið
krafta sína saman í óbilandi hörku einræðis. En þegar
tilefni harðstjórnarinnar, sem eitt gat réttlætt hana, féll
burt, þá gat hún þó ekki fengið sig til að játa, að tilveru-
réttur hennar væri liðinn hjá, og til þess að vera önn-
um kafin og sýnast hafa nægileg verkefni, þá sneri hún
öllum ofsa sínum gagnvart landslýðnum sjálfum. Ein-
ræði á friðartímum, hvort heldur það er í höndum þre-
tnenninga eða eins manns, er hverju ríki, stóru eða smáu,
geigvæn hætta. En hér er sjúkdómurinn orðinn of gam-
all, til að hann verði bættur. Frjóangarnir til eðlilegs
borgaradæmis, sem eitt myndi megna að endurnýja þjóð-
veldið, þeir eru fúnaðir niður. Allt innbyrðis traust og
frjálsmannleikur, öryggi og frelsisást hefir verið kæft
undir aldalangri ofbeldisstjórn, í neti hinna útsmognustu
njósnarakerfa. Höllin háreista, er sýnist svo hugvitssam-
lega og traustlega byggð, myndi hrynja til grunna, und-
ir eins og steinlím óttans hyrfi úr samskeytunum«.
»Rökfærslur yðar eru snjallar«, svaraöi Andrea eftir
stundarþögn, »en þær eru rök útlendingsins sem ekki
þarf að taka nærri sér, að kveða upp úr um dauðadóm-
inn. Trauðla munduð þér fá nokkurn feneying til að
ganga inn á, að ættjörðin hans fornfræga ætti sér ekki
einu sinni svo mikla viðreisnarvon, að gerandi væri síð-
asta tilraun henni til bjargar«.
»En þér eruð enginn feneyingur«.