Jörð - 01.08.1933, Page 264
248
ANDREA DELFÍN
LJörð
»Satt er það; ég er bara frá Brescíu, og ættborg minni
hefir orðið að blæða tilfinnanlega undan svipu Feneyja.
Samt get ég ekki að mér gert, að ég hefi djúpa samúð
með þessum hart að reknu mönnum, sem eru að leitast
við að komast fyrir átumeinið með hnífnum. í stjörn-
unum stendur skrifað, hvort þeim tekst. Þá skrift megna
mín skammsýnu augu ekki að lesa«.
Mennirnir tveir þögðu og horfðu um hríð gegnum
gluggann út á síkið. Stólar þeirra voru fast saman. Þá
sveið undan sólinni, án þess að þeir mynduðu sig til að
færa sig um set.
»Þér sjáið«, tók nú sá yngri til máls og brosti við, »aö
af stjórnmálamanni að vera, og það stjórnmálamanni,
sem vinnur oröstír sinn í Feneyjum, þá hefi ég lært
ótrúlega litla varúð. Við höfum ekki sézt nema einu sinuí
áður, og þó segi ég yður afdráttarlaust álit mitt um
ástandið hérna. En ég tel mig að vísu það mikinn mann-
þekkjara, að fara nærri um það, að mannsandinn gerist
ekki leiguþý, þegar hann nýtur sín eins vel og í yður«.
Andrea rétti honum hendina án þess að mæla. í
sömu svifum leit hann við. Fáum skrefum fyrir aftan
þá sá hann standa stéttarbróður sinn, Samúele, á miðju
gólfinu, með auðmýktarlátbragði.
(Frh.).
HVERNIG VEIt FRANSKA ÞJÓÐIN
sköttum þeim, er hún leggur á sig sjálf? — Af hverjum
100 frönkum fara 36 til þess að afborga kostnaðinn af
síðasta ófriði (»ófriðnum mikla«) ; 40 er varið til þess
að undirbúa hinn næsta. Eftir verða 26, sem varið cr til
allra opinberra þarfa.
(»Fredsvarden«. 1931, nr. 7).