Jörð - 01.08.1933, Page 265
Jörð]
NÚTIMAMENNINGIN
249
ÚtsjJn kristins nútíma-
manns yfir samtið sína.
IV.
Nútímamenníngin.
T V E N N T þarf til aö geta gert sér sæmilega skyn-
samlega hugmynd um menningarástand nútímans:
Annað: líta út um löndin; skoöa þjóölíf þeirra, eins og
þaö kemur fyrir. Þaö er einskonar lifandi landafræði.
Hitt er aö líta aftur í tímann; kynnast eftir föngum
ganginum í menningarsögu mannkynsins frá upphafi
vega. Þaö verður aö gerast meö aöstoð bóka. Hitt verður
líka aö gerast aö sumu leyti meö bóka aðstoð og blaða;
oss sem búum hér í nokkuru fásinni eru helzt þeir vegir
færir — og eru þaö ekki írágangskostir.
1 augum liggur uppi, að ekki veröur í þessu sambandi
komizt hjá því, er ég nefndi lifandi landafræöi; þar evu
sjálfar staöreyndir málefnisins. Hitt er e. t. v. ekki öll-
um jafnaugljóst, aö nauðsynlegt er að þekkja söga menn-
ingarinnar, þá er leita skal yfirlits yfir nútimamenmng-
una. Þó munu flestir átta sig fljótt, að því aðeins verða
staðreyndir rnetnar skynsamlega, að menn hafi nægilegt
af skylduefni til að rniða þær við. Um horfur verður svo
bezt spáð, að menn viti til ástands úr sögunni, er svipað
sé, ekki einungis aö yfirlitum, heldur og að þróunarferli
— og viti um, hvernig því reiddi af.
Landafræðin, sem ég kalla í þessu sambandi, og mann-
kynssagan eru þá báðar nauðsynlegar til þess, að geta
myndað sér sæmilega skynsamlega skoðun um nútírna-
menninguna og horfurnar um framtíð hennar.
ÞÁ er þaö landafræöin. —
Þegar talað er mn nútímamenninguna, þá er átt við
menningarástand og þjóðlif landa þeirra, sem búa við
Norðurálfu- og Vesturheimsmenningu að meira eða
minna leyti, og þá allrahelzt landanna, sem í fararbroddi