Jörð - 01.08.1933, Page 267
NÚTÍMAMENNIN GIN
2B1
Jörö]
ar og djúpra jneina, sem samofin eru eiginmenning
þeirra og lama og binda orku þeirra. Hafa þeir og orðið
fyrir víðtækum og djúpum áhrifum af menning Englend-
inga, þrátt fyrir megnustu mótspyrnu. Hefir síðustu
missirin verið, eins og sézt hefir af blöðum og tímaritum
og heyrzt hefir i víðvarpi, hin voldugasta þjóðernishreyf-
ing þar í landi, likt og í Kína; krefjast þjóðernissinnar
Indlands sjálfstæðis landinu til handa og ýfasta jafn-
framt, aö þeir telja, við nútímamenningunni í öllum
liennar myndum og telja sig vilja byggja framtíðarmenn-
ing lands síns eingöngu á fornum, þjóðlegum grundvelli.
Er lítið eitt gerr sagt frá þessu hér af því, að gera
má ráð fyrir, að indverska menningin verði næst nú-
Limamenningunni í því að leggja til nothæfar leyfar til
að ganga út frá í uppbyggingu næsta menningartíma-
bils, þá er það tekur við. En nánar um það seinna í ræð-
unni. Mun nú orðið mál að lýsa dálítið nánar nútíma-
menningunni, eins og hún kemur fyrir sjónir. Veröur
það gert hér með þeim Iiætti, að fremur verða dregnir
fram gallarnir en kostir. Verður aðferð þessari beitt af
tveimur ástæðum: 1) Af því að telja má, að alþýða
manna hafi átt þess miklu meiri kost á að átta sig á fríð-
indunum, sem eru einstök í mannkynssögunni á marga
lund; menn drekka í sig þekkinguna á þeim svo að segja
með móðurmjólkinni; sumpart af reynd og sumpart af
afspurn: bókurn, blöðum, tímaritum, víövarpi, kvikmynd-
um. 2) Vegna þess, aö ég tel galla nútímamenningar-
innar sannspárri um framtíð hennar en kostina, svo
sem nánar verður skýrt sei)ina. Veikasti hluti vaðs segir
til um burðarmagn hans.
STYRJÖLDIN MIKLA hefir oft veriö talin ósvikinn
ávöxtur nútímamenningarinnar og tákn það, er opinber-
aði innra eðli hennar. Verður og varla á móti því mælt,
svo augljóst sem það sýnist vera. Hinn einstæði félags-
legi þroski nútímamenningarinnar og samskonar þroski
hennar í vísindum og verklegum efnum sýndi sig á stór-
feldasta hátt, þegar það reyndist unnt að etja um 30