Jörð - 01.08.1933, Side 268
252
NÚTÍMAMENNINGIN
[Jörð
miljónum ungra karlmanna saman, til að slátra hverir
öðrum, en svelta og sýkja þá, er heima sátu: konui',
börn, öldunga, sjúklinga jafnt sem aðra; en barizt var
með aðferðum svo furðulega mikilvirkum, að varla er
hægt að jafna til neins, sem áður var þekkt, hvort held-
ur er sannsögulegt eða skáldskapur. Félagsþroski og
verkvísindaleg tækni nútímamenningarinnar kom þannig
fram í ófriðnum mikla á hinn stórfeldasta hátt — en —
var að sama skapi illa varið. Þarna höfum vér e. t. v.
innsta leyndarmál nútímamenningarinnar. Hún er mest-
öll í hinu ytra, tækjum og kerfum, en vanrækir andann
— af þvi að hún trúir ekki á hann. Hún hefir gengið
einstrengingslega á lagið, er vísindin opnuðu henni með
djarfri einbeitingu kaldrar skynsemi nýja heima þekk-
ingar og margföldun lífsþæginda. Köld skynsemi og þæg-
indi hafa orðið henni allt — skynsemin að þernu þægind-
anna — og þægindaástin að miskunnarlausri keppni um
þau. Samkeppni hefir orðið kjörorð menningar þeirrar,
er glataði trúnni á andann.
Þannig er ekki unnt að vera grunlaus um, að nútima-
menningin sé — þrátt fyrir alla sína vísindalegu vizku,
allan félagsmálaþroska sinn og öll sín verklegu tæki —
tekin að færast raunverulega aftur í áttina til dýranna,
sem finna mest til þeirrar hvatarinnar að rífa í sig og
til sín svo mikið, sem auðið er og láta öðrum eins lítið
eftir og framast má verða. í óskiljanlegri blindni er
þetta álitið hyggindi. Eftir þessari meginreglu fyrst og
fremst fara viðskiíti flestra mannfélaga fram; eftir
henni er stórveldunum og öðrum ríkjum stjórnað; há-
menntuö þjóðabrot kúguð innan Norðurálfunnar; stór-
merkum menningarþjóðum í Austurálíu og Suðurálfu
sýndur óbotnandi yfirgangur í fjárhagslegum og stjórn-
málalegum efnum, en megnasta lítilsvirðing í persónu-
legum efnum; lífskjörunum í sjálfum löndum nútíma-
menningarinnar svo misskift, að margir lifa í óhófi, en
fleiri þjást sárt af skorti lífsnauðsynja.
Hins vegar hefir margfaldast almenn upplýsing á
grundvelli vísinda hinnar köldu skynsemi, er ekki tekur