Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 269
Jöl'd]
NÚTÍMAMENNINGIN
253
tillit til hjartans og lœtur því nota sig' í þjónustu hvers-
kyns girnda; margfaldast hefir almenn upplýsing, sem
svo að segja í eðli sínu lýsir yfir hlutleysi í baráttu lífs
og dauða. Margfaldast hefir einhliða upplýsing, sem gef-
ur skakkar hugmyndir um svo að segja allt, er að lífi
lýtur; því hálfur sannleikur er oft hið sama og lygi.
Hefir upplýsing almennings í sumum löndum jafnvel
verið miðuð á stórfelldasta hátt með það fyrir augum
að móta æskulýöinn, og þar með allan almenning, í
nokkurs konar steypta steina í þjóðfélagsmusteri það,
er svaraði til raunverulegrar trúar hinna ráðandi stétta
í þjóðfélaginu. Er þá hvað sízt að tala um neina auð-
mjúka og hugumstóra sannleiksleit eða allsherjarrækt-
un náttúrlegra eiginleika mannsins; þá er ekki fremur
en í hinni »hlutlausu« fræðslu að ræða um neina trú á
himnaríki á Jörð í skilningi Jesú Krists; — heldur er
viðleitnin sú að gera alla vaninhyrnda, til að geta stang-
að sem fastast á einhvern ákveðinn hátt. Glögg dæmi
þessa munu vera skóla- og blaðamálefni Rússlands og
ítalíu, þar sem má kannske segja, ósáttir tvíburar, bol-
sjevismi*) og fascismi, hafi gerzt harðstjórar hvor í
sínu stórveldinu. í Rússlandi er t. d. lögð sérstök áherzla
á að útrýma trúarbrögðum með öllu og skólarnir not-
aöir ótæpt til þess svo sem með því, að setja frá trúaða
kennara, en í þeirra stað menn, sem vitanlegt er um, að
séu ákveðið andvígir trúarbrögðum. í Italiu er æskulýö-
urinn bóklega sem munnlega uppfræddur í dýrkun
ítalska stórveldisins sem hinnar helgustu hugsjónar, en
trúar á Mússólíni sem útvalinn skapanda og viðhaldanda
þess. Aðferðirnar í einvaldsríkjum þessum, þar sem of-
beldismenn — mikilhæfir að vísu — sitja að völdum að
undanfarinni stjórnarbyltingu, eru mjög opinskáar f
óbilgirni sinni. í Bandarilcjum Norður-Ameríku er að-
ferðin, sem beitt er til skoðanakúgunar varla síður óbíl-
gjörn en í Rússlandi, ftalíu og öðrum einræðislöndum
*') Með orðinu »bolsjevismi« eigum vér við rússneskan kommún-
inmn,