Jörð - 01.08.1933, Side 270
NÚTÍMAMENNINGIN
[Jörð
2f)4
Suöui- og Austur-Evrópu; en hún er langt frá því eins
opinská. Lýsir Halldór Kiljan Laxness því máli glöggt
og vísast mikið til rétt i grein, sem hann reit fyrir nokkr-
um missirum í »Iðunni« um skáldið og hugsjónahetjuna
Upton Sinclair. Auðvaldið, síðasta og að vissu leyti
hæsta stig nútímamenningarinnar, hefir ofizt inn í ger-
vallan þjóðlíkama Bandaríkjanna líkt og krabbamein (ég
tek svo til orða, því að eins og kunnugt er, er ekki unnt
að þjóna bæði Guði og Mammon). Skólar og kirltjur
hlýða bendingum þess að verulegu leyti, því það er bæði
fróðleikselskandi og kirkjukært, en óspart á fé. Blöðin
og bókaútgáfurnar eru yfii’leitt beinlínis í eigu þess
og notuð í þágu þess með samkvæmni, sem ekki skeikar.
Er og nokkurnveginn hið sama að segja um skólana;
námsgreinar og námsbækur eru vandlega sniðnar með
það fyrir augum, að alþýða «faglærðra« manna alist upp
í trú á ágæti samkeppni og auðvalds og verði liðtækir
samverkamenn í hinu mikla áformi þjóðai'leiðtoganna,
auðkýfinganna, að verða yfirráðamenn peningamarkaðs-
ins í heiminum, stjórna heimi öllum með afli fjárins. Má
auövald Bandaríkjanna og eiga þaö, aö það hefir þrosk-
azt til nokkurs skilnings á, að alþýða þar í landi verður
ekki liðtæk til slíks eða þvílíks, nema velmegun sé nokk-
uð almenn meðal hennar; enda fór því orðið ekki fjarri
fyrir kreppuna, að því er snertir faglærða menn (óbrotn-
ir verkamenn eru líklega hvergi ver á vegi staddir). Af
öllu þessu spratt sú sjálfsánægja og sjálfbyrgingsskapur,
sem auðkennt hefir þjóðarsvipinn og þeir sjálfir hafa
hreyknir nefnt »100% amerísku«. Var sú liugsjón, ef
að hugsjón skyldi kalla, fram að kreppu — hvað sem
nú er orðið — í þann veginn að verða ógurlegt skurð-
goð þjóðarinnar, sem jafnt stjórnendur og dómarar sem
óbrotinn almenningur var reiðubúinn til að fórna jafn-
vel saklausum mannslífum, eins og mun t. d. hafa kom-
ið fram á ótrúlegasta hátt í Sacco-Vanzetti-málinu fræga.
Þannig er ekki leitað sannleikans fyrst og fremst i
almennri upplýsingarstarfsemi margra voldugustu landa
nútímamenningarinnar; ekki stefnt meö neinni trú né