Jörð - 01.08.1933, Síða 272
266
NúTíMAMENNINGIN
[Jörð
skuldir og senda ráðstjórninni í Rússlandi áminningar
fyrir byltingarundirróður!
ÞETTA eru nú, að mér virðist, stóru drættirnir á
innra borði félagsmenningar hins stórfellda þáttar
mannkynssögunnar, er vér köllum nútímamenninguna.
Hefi ég að vísu lýst meir göllum hennar en kostum; og
tók ég áðan stuttlega fram ástæður mínar fyrir því.
Á kosti nútímamenningarinnar mætti drepa snöggvast i
aðaldráttum. Er þar fyrst að geta hins einstæða þroska
í félagslegu sem verulegu tilliti, hvort heldur er til fram-
leiðslu, viðskifta eða nautnar. Meðal annara kosta má
einkum nefna margskonar frjálsræði á hærra stigi en
þekkist utan menningar þessarar. Stafar frjálsræði þetta
raunar af áhrifum kristinnar trúar og er undirrótin að
hinum geysilegu framförum í veraldlegum efnum og
mannúð, sem einkennt hefir nútímamenninguna og haf-
ið hana að ýmsu leyti svo hátt yfir hverja menningu
aöra, sem sögur fara af.
Þá verður að gera sér ljóst, að innan um alla eigin-
girnissamkeppnina, ofríki girndanna, oftrúna á kalda
skynsemi, trúna á hnefaréttinn, sem telja verður hið eig-
inlega »einkalíf« nútímamenningarinnar, er og annað líf
streymandi í líkömum þjóðanna (það er eins og nýtt og
framtíðarvænlegt æðakerfi sé nokkuð langt komið með
að myndast í þeim): andinn að ofan, er starfar óþreyt-
anlega og fórnfúst í ótöldum fjölda lærisveina Jesú
Krists, smælingja sem mikilmenna. Svipað má og segja
um fjölda annara hugsjónamanna, þó að þeir fylgi ekki
Kristi, sem kallað er: séu sér þess ekki glöggt meðvit-
andi, að Hann sé drottinn trúar þeirra og lífs. »Hver
sem ekki er á móti oss, hann er með oss«, sagði Jesús
einhverju sinni, þegar um þess háttar menn var rætt.
f flokki sósíalista, guðspekisnemanna svokölluðu, bind-
indismanna, skólamanna og annara menntafrömuða,
skálda og annara listamanna, blaðaamnna, að ógleymd-
um sæg manna hins óbreytta almúga — í fylking þess-
ari er starfandi óeigingjörnu og drengilegu starfi ótal-