Jörð - 01.08.1933, Síða 274
258 NÚTÍMAMENNINGIN [Jörð
ferlunum í Bandaríkjunum og flestum öörum löndum.
Er og í almæli, að hjúskapur sé víöast minna virtur af
Er ogíalmæli, að hjúskapur sé víðast minna virtur nú af
menningarinnar.
Kvikmyndahús og víðvarp gera svo að segja allan
heiminn að einum söfnuði, þar sem fólkinu lærist, til
þess að gera, jafnt í Hafnarfirði og Húsavík sem í New
York og París nýjasta tízka í hvaða efni sem er; þar sem
afdalafólk er, að kalla, litlu lakar sett en háskólastúdent-
ar í Berlín um fræðandi erindi; þar sem þér, áheyrend-
ur mínir, eruð að vissu leyti litlu ver sett en músíkvinir
Þýzkalands um dásamlega hljómlist; líkt sett og Lund-
únabúar um jazzlög til að dansa við. Margt af þessu hef-
ir auðvitað stóra, jafnvel ómetanlega kosti í fari sínu.
Hér er ómótmælanlega að ræða um stórfengleg tækifæri
til auðgunar þjóðlífinu. Hins vegar er líka auðséö, að
allt getur það snúizt til ógiftu. »Voldur, hver á heidur«.
Er og vitanlega þegar að nokkuru leyti tekið opnum
örmum í þjónustu hringlsins mikla, sem ég var að tala
um áðan, — hringlsins, sem skilur heimilin eftir auð,
en fyllir samkomustaðina; gerir alla að kunningjum, en
gerir út af við vináttuna; lætur kossum og blíðuatlotum
rigna, þó að ástin þorni upp og visni.
Það þarf varla að taka það fram, að við slíkar ástæð-
ur, sem að framan eru greindar, er kirkjurækni þverr-
andi og víðasthvar trúrækni yfirleitt.
Kvenfrelsið svonefnda er eitt af helztu einkennum nú-
tímaþjóðlífs forustulandanna, einkum Bandaríkjanna. Er
að vísu ekki einungis margt vel um það, heldur ber það
vafalaust í sér sum hinna fegurstu fræa framtíöarmenn-
ingarinnar. Hins vegar er skiljanlegt, að það sé enn sem
komið er, tveggja handa járn — á þessum árum glund-
roðans og hringlsins, ærslanna og niðurníðslu heimil-
anna.
Innan um tilgangslausan glaum og tilgangslítið eða
rangsnúið fræðaþamb nútímaþjóðlífsins eru þó vitan-
lega, líkt og áðan var getið marksæknar hreyfingar, hug-
sjónalegs eðlis meira eða minna. útileikar t, d. eru iðk-