Jörð - 01.08.1933, Síða 275
Jörð]
NÚTÍMAMENNINGIN
250
aöir af mörgum, sál og líkama til hollustu; og eru þó í
hættu staddir af samkeppnisæðinu, sem stefnir almenn-
ingi æ lengra út í að leggja meira upp úr metum fárra,
heldur en líkams- og sálaruppeldi sjálfs sín — almenn-
ings. Hin hollari stefna er þó öflug og tekur æ meir a
sig þá mynd jafnframt, að fjöldi manna leitar að barmi
náttúru landa sinna á sunnudagahelgum og í sumaror-
lofum, sem hvorttveggja er vaxandi. Marksækin ræktun
líkamans með tilliti til heilsu, hreysti og fegurðar út-
breiðist jafnt og þétt og verður æ meir á raunverulegri
þekkingu byggð. Aðferöum vísinda er tekið að beita í'
hvívetna, er lýtur að eðlilegri lífshamingju, — til að
endurnýja, með lifanda anda, fornhelgar stofnanir, sem
teknar voru að dragast aftur úr í hraða þjóðlífsins, svo
sem eru hjúskapur, heimili og kirkja — stofnanir, sem
í rauninni bera í sér ævarandi æsku. Menn eru vaknaðir
til fagnandi trausts á náttúrunni, sem í einu kennir
frjálsræði og sjálfsafneitun.
Er nú komið að síðustu myndinni, sem ég sýni yður
í þetta sinn, áheyrendur mínir, úr landafræöinni, er ég
kalla svo. Ég var að enda við að geta hinnar nýju trú-
ar á helgi náttúrunnar á öllum hennar vegum, sem svo
að segja hvarvetna er að spretta fram á síðustu tímum.
Um sömu mundir er þó annað atriði algerlega andstætt
að líkindum miklu útbreiddara og að líkindum í mesta
vexti einmitt nú. Það er óhlýðni við boðorð náttúrunnar,
tröðkun hennar og jafnvel fyrirlitning á henni. Það eru
almennar og að ýmsu viðurkenndar lifnaðarvenjur, sem
algerlega hafa misst sambandiö við náttúruna og hafa í
för með sér almenna rýrnun heilsunnar, hreystinnar og
hamingjunnar þrátt fyrir alla læknana og skólana og
framfarirnar. Það er hinn margvíslegasti og útsmogn-
asti saurlifnaður; það er fósturmorð í miljónatali árlega.
Það er svo að segja allt, er nöfnum tjáir að nefna og
spilling er að. Notkun hverskonar eiturlyfja til nautnar,
eitraðar bókmenntir og ruslbókaframleiðsla, sem útgef-
endur snúa sér æ meira að vegna þess, að fólk veröur
17*