Jörð - 01.08.1933, Page 276
260 NÚTÍMAMENNINGIN [Jörð
æ latara að lesa bækur, er reyna á heilbrigða krafta sái-
arinnar.*) Það eru glæpasögur og klámugar lýsingar,
hvort heldur er í prentuðu máli eða kvikmyndum eða
leikhúsum. í sambandi við allt þetta er glæpafaraldur,
sem smeygir sér jafnvel inn hjá menntuðu fólki og börn-
um þess og leiðtogunum sjálfum. Nægir í því efni að
minna með einu orði á ástandið í Bandaríkjunum; á
morðfélagið í Þýzkalandi, sem m. a. myrti fyrir fáum
árum tvo af helztu stjórnmálamönnunum þar; á pólitísk
morð, runnin frá mikilsvirtum stöðum, í Finnlandi og
italíu. —
öfgar og andstæður gera þjóðlíf nútímans þrungið
sprengiafli.
KOMUM vér þá loks að sagnfræðilega sjónarmiðinu.
Verð ég tiltölulega orðfár um það, því að ræðan er þegar
löng orðin.
Það er þá fljótsagt, að saga menningarinnar skiftist
eins og í tímabil, svo langt sem sögur ná, — svo að líkja
mætti skoðanda hennar við mann, er stæði á sjávarsandi
frammi í fjörunni og horfði á holskeflur rísa og gnæfa
háreistar, unz þær steypast fram yfir sig og sogast út
aftur — og taka þá þátt í myndun næstu holskeflunnar.
Svipað fyrirbrigði hefir endurtekizt hvað eftir annað
í menningarsögunni. Hefir þá menningin í einn tíma
farið æ vaxandi, unz hún varð að hámenning og siðfág-
un. En upp úr því eins og holast hún að innan líkt og
kartafla, sem ofvöxtur er í; hroki og fráhvarf frá nátt-
úrunni, í stuttu máli spilling, gerir að engu innra mátt
hennar; hún megnar þá ekki að halda sér uppi lengur
heldur hrynur að meira eða minna leyti til grunna. Á
rústum hennar rís svo upp ný menningaralda, sprottin
upp úr skauti einhverrar tiltölulega óspilltrar náttúru-
þjóðar, sem kannske hafði brotið hina fáguðu, blauðu
*) Hér verður þó að slá varnagla: verulegir hlutar nútímaasskunv-
ar virðast þroskaðri að hugsun en dæmi eru til áður um al-
menning,