Jörð - 01.08.1933, Page 277
NÚTÍMAMENNINGIN
261
Jörð]
hámenningarþjóð undir sig, setzt að í landi hennar, gert
hana að undirstétt og molað menningu hennar í sigur-
ofsa og einkennilegri blöndu skilnings og skilningsleysis;
en leyfum varð þó bjargað. Hin nýja menning varð
þannig lík barni, sem getið er við sameiningu tveggja
andstæðra aðilja; foreldrarnir hverfa, en barnið dafnar
og lifir þroskaskeið, unz röðin kemur að því að eldast,
eignast afkvæmi með nýjum sigurvegara og deyja. Þessu
til dæmis mætti nefna ýms stór nöfn úr sögunni, en út
í það verður ekki farið hér að neinu ráði. Allir kannast
þó við nafn Babylonar og Rómaborgar, sem eru einhver
stórfelldustu dæmi öldufalls þess, sem áðan var lýst.
Menningartímabil Babylonar stóð í þúsundir ára. Menn-
ingartímabilið grísk-rómverska í 1000 ár eða svo. í þjóð-
flutningunum miklu, sem svo eru nefndir, flóðu lítt sið-
aðar en hraustar germanskar þjóðir yfir mestöll lönd
rómverska ríkisins í Norðurálfunni: Frakkland, Spán og
ítalíu og stofnsettu þar ríki á rústum Rómaveldis. Spratt
síðan Norðurálfumenningin smámsaman upp í löndum
þessum og breiddist út til norðlægari landa; náði þar
hvaö mesturn þroska og hefir einkum þaðan verið gróð-
ursett og náð fullþroska í Ameríku, Ástralíu og víðar,
allra helzt þó í Bandarikjum Norður-Ameríku; og er nú,
eins og áður var tekið fram, sem óðast að gagnsýra eld-
gömul menningarlönd, er utan hennar stóðu, svo sem
Japan, Indland, Ivína, Tyrkland, Egyptaland, Síam, Af-
ganistan o. s. frv. Norðurálfumenningin er nú orðin meir
en 1000 ára gömul — og vafalaust fannst flestum fram
undir styrjöld, að hún myndi að sjálfsögðu ekki eiga
sér neinn enda. En hið sama hefir þegnum eldri menn-
ingartímabila vafalaust einnig fundizt, er aldan reis sem
hæst og var þó ekki tekin að fá á sig holskeflusvipinn.
Síðan um ófrið líta margir öðruvísi á. Þeir vita, sem
er, að önnur menningartímabil í sögunni hafa orðið álíka
löng og aldur Norðurálfumenningarinnar (eða hinnar
norð-vestrænu menningar) er orðinn og jafnvel lengri.
Þeir þykjast þekkja aftur á nútímamenningunni hol-
skeflusvipinn, sem þeir kannast svo vel við úr menning-