Jörð - 01.08.1933, Page 279
NÚTÍMAMENNINGIN
263
Jörð]
Ef að menningarskiftin geta farið fram án alls þessa
og þvílíks, þá mun mannkynið »yfirklæðast« í stað þess
að »afklæðast«, nýtt menningartímabil myndast í skauti
nútímaþjóðanna, án þess að trylltur og siðlaus sigurveg-
ari hafi getiö það-----getið af Heilögum Anda.
»Heilagur Andi mun korna yfir þig, kraftur Hins
Hæsta yfirskyggja þig. Því mun og það, er fæðist, verða
kallað heilagt!«
HEILÖG yrði sú menning að vera, sem sprytti upp
úr nútímamenningunni — án þess að dómur fullkomins
Fimbulvetrar og Ragnaraka gengi yfir þjóðir hennar; án
þess að Surtarlogar legðu löndin í auðn. Mætti þá og
nútímaþjóðirnar sælar kalla langt um fram öll fyrrí
menningartímabil. Sæl væri nútímamenningin af því að
geta tekið undir með honum,. sem var »minni en hinn
minnsti í himnaríki«, þó að hann væri »mestur þeirra,
er af honum voru fæddir« og sagt: »Ég á að minnka,
hún á aö vaxa« — framtiöarmenningin, sem dvalið hefir
iskauti mannkynsins, síðan Jesú Kristur gisti mannheim.
Myndi þá sannast á óviðjafnanlegan hátt sannleikur
orðanna »guðsríki kemur ekki þannig, að á því beri,
heldur þróast það hið innra með yður«. Og liggur alls
ekki í þeim orðum Krists nein eftirgjöf á kröfunni um
að »snúa aftur« og »trúa gleðiboðskapnum« um »himna-
ríkið«, sem »er í nánd«. Ekki getur leikið neinn vafi á
um það að þjóðirnar verða að snúa aftur; »snúa aftur
og verða eins og börnin«: auðsveip að læra hið nýja í
öllum greinum; auðsveip að kasta öllu gömlu, sem ekki
kemur heim við fagnaðarerindið um ríki Guðs á Jörð-
inni.
Því er með engu móti unnt, að tala frá sjónarmiði
guðspjallanna um nútímamenninguna öðru vísi en sem
dauðadæmda, — hvort heldur sem mannkynið »yfjrklæð-
ist« eða »afklæðist«. Og það er ekki að harma. Það er
einskært fagnaðarefni. Það er »fagnaðarerindiö um
Rikið« í nafni Jesú Krists.